Í gærkvöldi hrönnuðust upp óveðurský yfir Akranesi sem endaði með gríðarlegum þrumum og eldingum sem lýsti upp allan bæinn. Nú skal ég fúslega viðurkenna að ég óttast innilega að það séu að hrannast upp óveðurský í atvinnumálum okkar Akurnesinga og núna er bara spurning hvort það endi með þrumum og eldingum, segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í Fésbókarfærslu. Segir hann að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verð því svarað af fullri hörku.
Segir Vilhjálmur mikilvægt að íbúar Akraness standi saman í þeirri baráttu að verja lífsviðurværi bæjarbúa:
„En þetta skýrist allt á næsta mánudag hvort þessar áhyggjur mínar séu ástæðulausar eða ekki! Eitt er víst að Verkalýðsfélag Akraness mun verja atvinnuöryggi og lífviðurværi sinna félagsmanna með kjafi og klóm bara þannig að því sé til haga haldið.“
Vilhjálmur vildi ekki gefa upp hvaða áhyggjur hann sé með, segir hann í samtali við Eyjuna að það komi í ljós á mánudaginn.