fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Dómsmálaráðherra svarar Guðmundi Andra og flokkar Fréttablaðið sem sorp

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Í stað þess að láta flytja til landsins pappír sem unninn var með mikilli fyrirhöfn, aka honum í prentsmiðju, aka prentuðu blaðinu til blaðbera sem ber það heim til mín, flokka blaðið frá öðru sorpi, vera með sérstaka aðstöðu fyrir blaðið innan dyra og sérstaka bláa tunnu undir það utan dyra sem sérstakur 10 tonna sorptrukkur tæmir og ekur til pressunar og böggunar í þungan gám sem settur er um borð í svartolíubrennandi flutningaskip sem flytur það aftur yfir hafið til orkufrekrar endurvinnslu þá les ég þessi blöð bara á netinu“

segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hún svarar grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu á mánudaginn þar sem hann kallaði Sigríði strút sem stingi höfðinu í sandinn gagnvart umhverfismálum:

Það er afar óheppilegt að einn eindregnasti strútur landsins sé ráðherra í ríkisstjórninni, Sigríður Andersen, og meira að segja sérstakur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum, þar sem hún gerir gys að því að flokka rusl og berst fyrir frjálsum og óheftum útblæstri bíla,“

sagði Guðmundur Andri.

Hvort er umhverfisvænna?

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

Þessu hafnar Sigríður og segir að hún hafi verið að benda á að yfir 70% árlegrar losunar gróðurhúsalofttegunda stafi frá framræstu votlendi sem ríkisvaldið hvatti og styrkti landeigendur til að ræsa fram á meðan útblástur bíla væri með 4% losun. Spyr Sigríður hvort sé umhverfisvænna, að lesa skrif Guðmundar Andra á netinu eða á pappír?:

„Það er óneitanlega skrítið að maður sem messar yfir öðrum um umhverfismál skuli láta bera greinaskrif sín á innfluttum pappír inn á 80 þúsund heimili sem fæst hafa óskað eftir því. Blaðaskaflarnir liggja í stigagöngum og fylla póstkassa. Hluti viðtakenda gerir ekki annað við blöðin en að „flokka“ þau svo sigla megi með pappann aftur úr landi. Sóunin í þessu er óskapleg.“

Stjórnlaus eldur

Segir Sigríður það duga skammt að hamast í bílaeigendum í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda, það sé jafnframt óþarft því nýir og betri bílar og orkugjafar séu jafnt og þétt að leysa þau mál sem að bílunum snúa:

Af þessum útblásturstölum að dæma eru því sóknarfærin í endurheimt votlendis en þegar framræsluskurðum er lokað og vatn nær fyrri stöðu kemst súrefni ekki lengur að lífmassanum og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Áhrifunum af endurheimt votlendis má því líkja við að kæfa stjórnlausan eld. Er Guðmundur Andri að hafna niðurstöðum okkar helstu vísindamanna á þessu sviði og afneita loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?