fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur – Píratar sækja í sig veðrið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. mars 2017 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMR hefur birt nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokka sem gerð var dagana 6.-13. mars. Þar kemur fram að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er einungis með stuðning 34,5% þjóðarinnar en var 37,9% í síðustu könnun sem gerð var í febrúarmánuði. Greinilegt er að hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar eru löngu liðnir, ef þeir vörðu í einhvern tíma.

Vinstri grænir eru næst stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni. Flokkurinn mælist með 23,5% en var 23,9% í síðustu könnun MMR.

Píratar hækka mest en þeir mældust 11,6% í síðustu könnun en eru nú með 13,2%.

Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Björt framtíð missa báðir fylgi, Viðreisn þó meira. Flokkurinn mældist með 6,3% fylgi í febrúar en það er 5,5% nú. Björt framtíð var með 5,2% stuðning síðast en fær nú 5%.

Samfylkingin er ekki dauð úr öllum æðum ef marka má niðurstöður MMR. Flokkurinn var með 8% stuðning í síðustu könnun en er með 8,8% nú.

Framsókn missir fylgi milli mánaða, var með 12,2% en nú 11,4%.

Aðrir flokkar mælast með samanlagt 6,9% fylgi.

Alls tóku 921 manns þátt í könnuninni, 18 ára og eldri. Svarendur voru valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR en sá hópur er valinn úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.

Hér má skoða niðurstöðurnar á heimasíðu MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Firmino fer til Katar