fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur himinlifandi með bandamanninn: „Klárlega íslensku launafólki til heilla“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness er glaður og hrærður yfir þeim tíðindum að Ragnar Þór Ingólfsson er orðinn formaður VR og óskar honum, í sínum nýjasta Pressupistli, innilega til hamingju með sigurinn. Segir Vilhjálmur að kjör Ragnars Þórs muni hafa gríðarlega jákvæð áhrif á baráttu verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni því samstarf og samvinna Verkalýðsfélags Akraness og Ragnars Þórs á þingum ASÍ hafi verið órjúfanleg:

Nægir að nefna í stórum hagsmunamálum eins og afnámi verðtryggingar, að tekið sé á okurvöxtum og auknu lýðræði í lífeyrisjóðunum, allt eru þetta mál sem Ragnar Þór hefur tekið þátt í að styðja okkur í VLFA með,

segir Vilhjálmur. Hefur hann boðið nýjum formanni VR í heimsókn til Akraness í lok vikunnar:

Kæri vinur, enn og aftur innilega til hamingju með glæsilegan árangur sem mun klárlega vera íslensku launafólki til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Firmino fer til Katar