fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Össur: Sigmundur Davíð gaf kröfuhöfunum meiri afslátt en Már og Engeyjarfrændur

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 13. mars 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru Elsa Lára, Sigmundur Davíð, Sigurður „okkar“ Hannesson og allir hinir vammlausu í Framsókn búin að gleyma 450 milljarða afslættinum sem þau gáfu vogunarsjóðunum með því að falla á einu augnabliki frá samþykkt Alþingis um útgönguskatt og taka í staðinn upp svokölluð „stöðugleikaframlög“?“

Að þessu spyr Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og formaður Samfylkingarinnar í Fésbókarfærslu með yfirskriftinni Syndlausir Framsóknarmenn. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins, sem og Sigurður Hannesson stærðfræðingur sem var  varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta, hafa tjáð sig um tilkynningu helgarinnar og gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega og gefið í skyn að ríkisstjórnin gangi erinda vogunarsjóða. Rifjar Össur upp lýsingu Þorbjörns Þórðarssonar fréttamanns sem lýsti með ógleymanlegri andagift hvernig tryllt gleði braust út í hópi kröfuhafa þegar þeir beygðu ríkisstjórn Sigmundar Davíðs til þeirrar niðurstöðu.

„Ég greiddi atkvæði gegn því á sínum tíma. Ég sagði þó að á heildina litið væri niðurstaðan ásættanleg.

Með sama hætti er niðurstaðan um afnám gjaldeyrishaftanna sem Már og Engeyjarfrændur kynntu um helgina fyllilega ásættanleg,“

segir Össur. Segir hann umbunin sem eigendum aflandskróna stendur til boða sé á heildina litið ágætis niðurstaða:

Gleymum ekki, að „keis“ aflandskrónueigendanna styrkist í réttu hlutfalli við efnahagslegan styrk Íslands – og líklega best að ljúka málinu endanlega með þessum hætti.“

Segir Össur að lokum:

Í vængjaslætti dagsins mega mínir vammlausu vinir í Framsókn ekki gleyma því að tilboð helgarinnar felur í sér miklu minni afslátt til kröfuhafanna en Sigmundur Davíð og Sigurður „okkar“ Hannesson kokkuðu upp með stöðugleikaframlögunum fimm mínútum eftir að þeir kynntu þjóðinni allt aðra niðurstöðu – þeas. útgönguskattinn.

Þær fimm ríkisstjórnir sem komu að því að moka flór hrunsins gerðu allar sitt besta og stóðu sig allar nokkuð vel. Már stóð sig þó best – enda ríki í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að