fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn: Dómur sögunnar um ríkisstjórn Geirs Haarde verður mun betri en um Landsdómsmálið

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 13. mars 2017 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot úr sjónvarpsávarpi Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra 6.október 2008 rétt fyrir setningu neyðarlaganna.

Dómur sögunnar um ríkisstjórn Geirs Haarde og viðbrögð hennar við kreppunni verður mun betri en um Landsdómsmálið sem verður ávallt svartur blettur á sögu þingsins. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra á Fésbók í tilefni losunar fjármagnshafta í gær. Segir hann afnám hafta marka tímamót og segja megi að þar með sé að fullu lokið endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrunið 2008.

Fullt afnám gjaldeyrishafta er mikið fagnaðarefni og afar mikilvægt skref fyrir almenning og íslenskan efnahag,

Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra.

segir Þorsteinn. Segir hann með ólíkindum hversu sterkum fótum íslenska hagkerfið stendur nú aðeins rúmum átta árum eftir hrun:

„Staða okkar er á allan hátt mun betri en í hápunkti síðustu uppsveiflu, stoðir efnahagslífsins fleiri og traustari, staða heimilanna sterkari og kaupmáttur almennings mun sterkari og sjálfbærari en þá. Við þessi tímamót sést vel hversu mikilvæg neyðarlögin voru þjóðinni.“

Sjá frétt Eyjunnar frá 6.október 2008: Ávarp Geirs H. Haarde

Segir Þorsteinn að ekki beri síst að þakka Geir H. Haarde og ríkisstjórn hans:

Þar ber ekki hvað síst að þakka Geir Haarde og ríkisstjórn hans fyrir þann vegvísi sem neyðarlögin reyndust vera út úr einni dýpstu efnahagskreppu sögunnar. Ég hygg að dómur sögunnar um þá ríkisstjórn og viðbrögð hennar við kreppunni muni verða mun betri en um Landsdómsmálið sem verður í mínum huga ávallt svartur blettur í sögu þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“