fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Norðmenn herða á reglum um notkun lyfja gegn laxalús vegna grunsemda um rækjudauða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að lyf og eiturefni gegn laxalús sem notuð eru í norsku laxeldi, drepi rækju og önnur krabbadýr í stórum stíl. Þessi efni hafa ekki verið notuð hér við land.

Norsk stjórnvöld hafa hert á reglum um notkun á efnum til að berjast gegn laxalús í fiskeldis sem stundað er í sjókvíum. Þetta er gert vegna grunsemda um að efnin drepi rækjur og önnur krabbadýr í nágrenni eldisstöðvanna. Norskir sjómenn sem hafa stundað rækjuveiðar í fjörðum Noregs hafa lengi haldið því fram að rækjumiðin séu eyðilögð vegna eituráhrifa frá laxeldinu þegar verið að er að baða laxinn upp úr sjó sem búið er að blanda í efnum sem eiga að drepa laxalúsina eða gefa honum fóður með lyfjum gegn lúsinni.

Eins og greint var frá fyrir nokkrum dögum á Eyjunni þá glímir norska laxeldið nú við mikil vandamál vegna laxalúsar og sjúkdóma sem leggjast á eldisfiskinn. Í stríðinu gegn laxalúsinni hafa norskir eldismenn notað geysimikið af lyfjum og eiturefnum sem eiga að drepa þetta meindýr sem leggst á laxinn og étur hann lifandi.

Nú hefur Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs ákveðið að herða á reglum varðandi eiturefnanotkun gegn laxalúsinni. Líða verða sex mánaðir milli þess sem lyfjum blönduðum í fóður er beitt gegn lúsinni. Slíkt má ekki nota ef sjókvíar eru í undir kílómeters fjarlægð frá rækjuslóðum. Bannað verður að dæla fyrir borð úr svokölluðum brunnbátum, sjó sem hefur verið blandað í eitri gegn laxalús, nema bátanir séu í minnst 500 metra fjarlægð frá rækjumiðum. Þetta er gert til að svara kalli rækjusjómanna og annarra sem telja að lúsalyfjanotkunin í laxeldinu drepi rækjustofnana.

Engin efni eða lyf notuð hér við land

Laxeldi í sjó við Ísland færist nú mjög í vöxt og jafnvel talað um að fiskeldið verði næsta stóriðja hér á landi. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar og eru fyrirætlanir að auka það enn frekar bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hér við land hefur laxalúsin ekki reynst jafnt stórt vandamál og við Noreg.

Sjávarhitinn á eldisstöðum við Ísland er lægri en í Noregi. Í vetur hefur hann reyndar verið aðeins hærri en í meðalári og það hefur borið aðeins meira á lús. Það hefur hins vegar ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og ekki þruft að nota nein efni gegn lúsinni. Þetta er ekki sama vandamál og við Noreg en gæti kannski orðið vandi með auknu umfangi eldisins,

segir Guðni Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiði hjá Fiskistofu.

Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að hér við land hafi engin lyf eða böðunarefni verið notuð í laxeldinu til að berjast gegn laxalúsinni:

Síðustu áratugi hefur ekki verið notað eitt gramm af einu eða neinu. Það var eitthvað örlítið fiktað við þetta í sjókvíaeldi á níunda áratug síðustu aldar en því var fjótlega hætt og síðan hafa engin lyf eða íblöndunarefni verið notuð því laxalúsin hefur aldrei verið neitt vandamál. Reyndar hefur veturinn nú verið fordæmalaus hvað varðar hlýindi og sjávarhitinn einni til tveimur gráðum hærri en við eigum að venjast. Við höfum því séð aðeins meira af lús en venjulega en ekki svo að kalla megi það vandamál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“