fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

„Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns í samgöngukerfinu innan skamms tíma“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. mars 2017 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsavíkurstofa, sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, gagnrýnir harðlega að nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á landsbyggðinni nái ekki fram að ganga í nýlega samþykktri samgönguáætlun Alþingis. Miðað við boðaðar breytingar á áætluninni er ljóst að Dettifossvegur verður ekki kláraður á árinu 2018 líkt og áður hafði verið stefnt að. Þetta er áfall fyrir ferðaþjónustuuppbyggingu á Norðurlandi og þar með samfélagið í heild sinni.

Uppbygging vegakerfis mikilvæg

Húsavíkurstofa furðar sig á því að stjórnmálamenn umgangist samgönguáætlun með þessum hætti, sem gengur þvert gegn yfirlýsingum þeirra í aðdraganda nýafstaðinna kosninga um nauðsyn þess að setja meira fjármagn í uppbyggingu innviða, ekki síst til vegamála. Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er viðhald og uppbygging vegakerfisins og annarra samgöngumannvirkja einn mikilvægasti þátturinn í því að atvinnugreinin nái að vaxa og dafna öllum landsmönnum til heilla. Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns í samgöngukerfinu innan skamms tíma, sem mun koma hart niður á ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins.

Niðurgrafinn moldarvegur

Dettifossvegur nr. 862 er niðurgrafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftirspurn sem nú þegar er til staðar á svæðinu við Dettifoss, aflmesta foss Evrópu og eitt mesta aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Norðurlandi.

Húsavíkurstofa skorar á Alþingi að tryggja fulla fjármögnun á lífsnauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem efla muni innviði og atvinnutækifæri á landsbyggðinni.

Húsavík, 6. mars 2017
Stjórn Húsavíkurstofu

Birtist fyrst sem aðsend grein í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“