fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Hvorki Reykjanesbær né Sveitarfélagið Garður fá tekjur af byggingum Norðuráls í Helguvík

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. mars 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álver eða ekki álver? Á sínum tíma var mikil bjartsýni að álverið í Helguvík myndi leysa atvinnumálin hér. Enn stendur byggingin ónotuð og ekkert bólar á frekari framkvæmdum. Norðurál hefur ekki gefið upp alla von þó fáir trúi að álver fari í gang. Menn velta fyrir sér hvað eigi að gera við húsnæðið. Maður hefur heyrt að þarna ætti að vera gróðrarstöð, sýningarsalur, verkstæði. Nú eða taka þátt í æðinu og innrétta sem hótel. Hefur þú hugmynd?

Á síðustu mánuðum hefur orðið algjör viðsnúningur í Reykjanesbæ. Íbúum fjölgar, mikil eftirspurn er eftir húsnæði og það hefur hækkað í Eftirspurn er einnig mikil eftir leiguhúsnæði. Næg atvinna er nú á svæðinu. Hvað segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar um stöðuna?

 

Eru ekki allar líkur á að Reykjanesbær vinni sig út úr fjárhagsvandanum, sem sveitarfélagið hefur verið í?

Tekjur hafa aukist með fjölgun íbúa og betra atvinnuástandi en framlegðin úr rekstrinum dugir ekki fyrir afborgunum skulda og þeim fjármagnskostnaði sem þeim fylgir, hvað þá afskriftum eða nýjum fjárfestingum. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að lækka fjármagnskostnaðinn svo hægt sé að snúa sér að nauðsynlegri uppbyggingu innviða til þess að mæta fjölgun íbúa.

 

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Uppbyggingin í Helguvík hefur skapað vandamál t.d. hvað varðar kísilverksmiðjuna. Íbúar kvarta um lykt og mengun. Eru líkur á að það takist að laga þessi mál?

 

Við vonum að það takist að koma í veg fyrir þá lyktarmengun sem bæjarbúar hafa kvartað yfir.

Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikið af kolum er notað við brennsluna í kísilverksmiðjunni. Vissu bæjaryfirvöld af þessu þegar öll leyfi voru veitt?

Svör þeirra sem voru í forsvari fyrir Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili við þessari spurningu eru mismunandi og því bendi ég þér á að tala beint við þá sjálfur. Ég vil hins vegar benda á að Skipulagsstofnun veitir starfsleyfið, ekki Reykjanesbær.

Kísilver eða kolaver? Það hefur gengið hálf brösuglega með kísilverið í Helguvík. Margir íbúar kvarta yfir lykt og mengun. Það hefur líka komið mörgum á óvart hversu mikið magn verksmiðjan þarf að nota af kolum. Vissu menn þetta áður en framkvæmdir hófust?

Við höfum fyrir augum okkar mikla byggingu sem átti að verða álver. Hefur þú trú á að það verði nokkurn tímann að veruleika? Fær sveitarfélagið einhverjar tekjur af byggingum Norðuráls í Helguvík?

Forstjóri Norðuráls segir fyrirtækið enn stefna að byggingu álvers í Helguvík, svo fremi þeim takist að útvega raforku á viðráðanlegu verði. Nei,  hvorki Reykjanesbær né Sveitarfélagið Garður fá tekjur af byggingum Norðuráls í Helguvík.

Félag eldri borgara og Öldungaráð Suðurnesja leggja mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að huga að undirbúningi byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Nesvelli. Hefur þú trú á að það gerist á næstunni?

Heilbrigðisráðherra fyrri ríkisstjórnar kynnti sl. haust áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila næstu 5 árin. Nýtt hjúkrunarheimili á Suðurnesjum var ekki þar á meðal.

Hver er þín skoðun á að sveitarfélögin taki við málefnum eldri borgara af ríkisvaldinu?

Ég er almennt þeirrar skoðunar að sveitarfélög séu betur til þess fallin að taka ákvarðanir í málaflokkum sem standa íbúunum nærri og eigi því að taka við fleiri verkefnum af ríkinu með samningum þar um.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur viðrað þá hugmynd að taka upp vegatolla til að flýta vegaúrbótum hér á Suð- vesturhorninu. Ert þú sammála ?

Svar: Það fer allt eftir því hvenær og hvernig verður að því staðið. Ég hef ekki séð neinar mótaðar tillögur eða hugmyndir um hugsanlega vegatolla og á meðan svo er er erfitt að mynda sér skoðun.

Hvernig hefur samstarfið í bæjarstjórn verið það sem af er kjörtímabils?

Mjög gott.

Nú er verið að skoða hugsanlega sameiningu Garðs og Sandgerðis. Telur þú að þetta sé fyrsta skrefið í að sameina öll sveitarfélögin á Suðurnesjum?

Ég held að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í Reykjanesbæ árið 1994 hafi verið fyrsta skrefið í ferli sem er skynsamlegt og óumflýjanlegt en mun líklega taka langan tíma. Hugsanleg sameining Garðs og Sandgerðis væri mikilvægt skref í því ferli.

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“