fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Vill að stjórnvöld marki Landsvirkjun eigendastefnu – Efast um að lagning sæstrengs njóti stuðnings

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. mars 2017 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness fjallar um Landsvirkjun í nýjasta pistli sínum á Pressuna. Hann telur það löngu orðið tímabært að stjórnvöld hér á landi marki eigendastefnu fyrir þetta gríðarstóra ríkisfyrirtæki. Umræðan um sæstreng héðan til Skotlands til að selja þangað rafmagn hefur verið áberandi undanfarin misseri og vill Vilhjálmur að kannað verði hve miklum fjármunum Landsvirkjun, sem er í eigu þjóðarinnar, hafi eytt í að kanna þann möguleika að leggja jarðstreng.

Að marka eigendastefnu segir Vilhjálmur að sé algjört lágmark og hann er ekki sannfærður um það að ríkur stuðningur sé meðal almennings og stjórnvalda við að leggja slíkan sæstreng sem myndi ef marka má orð sérfræðinga, leiða til hærra raforkuverðs fyrir íslensk heimili og fyrirtæki.

Það er mitt mat að afar brýnt sé að marka þessa eigendastefnu, því er það t.d. eðlilegt að síldarbræðslurnar sem sumar hverjar höfðu ráðist í fjárfrekar breytingar á sínum búnaði til að geta notað raforku sem orkugjafa, sjái sér nú ekki fært að keyra verksmiðjunnar á raforku af þeirri ástæðu að orkuverð Landsvirkjunar er svo hátt að það er hagkvæmara að keyra þær áfram með mengandi orkugjafa sem er olía.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

Að hér á landi sé framleidd og notuð vistvæn orka er eitthvað sem allir geti sammælst um segir Vilhjálmur enn fremur. Það sé því undarlegt að síldarbræðslur noti frekar mengandi olíu til að knýja bræðsluna en vistvæna orku frá Landsvirkjun vegna verðmunar.

Því skora ég á Alþingi að móta sér tafarlaust eigendastefnu fyrir Landsvirkjun þar sem hagsmunir heimila, fyrirtækja og atvinnuöryggis verði höfð að leiðarljósi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“