fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Sigurður birtir lista yfir meinta valdníðslu: „Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir eftirleitslaust dómsvald standa á brauðfótum vegna þess að mistök séu aldrei viðurkennd og því sé það að glata trúverðugleika sínum. Segir Sigurður í grein sem birtist á Vísi í hádeginu í dag, sem er framhald af grein sem hann birti í gær, að persónulegir hagsmuni embættismanna flækist fyrir lögum þar sem saksóknari sé að skapa sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg:

Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á.  Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni.  Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera,

segir Sigurður. Segir hann ljóst að ítrekað hafi verið brotið á mannréttindum sínum til að sakfella hann og hefur hann því tekið saman tíu atriði sem hann segir að sýni hvernig saksóknari hafi brotið á mannréttindum hans og annarra sakborninga í Al Thani-málinu, en Sigurður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti vegna málsins.

Atriðin tíu

„1.    Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms.

2.    Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni.

Frá aðalmeðferð í Al Thani málinu. Mynd/DV

3.    Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga.

4.    Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga.

5.    Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna.

6.    Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings.

7.    Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum.

8.    Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir  staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin.

9.    Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur
skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin.

10.    Vanhæfi hæstaréttardómara.  Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna.  Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla.“

Vonar að dómsmálaráðherra endurbyggi kerfið

Sigurður segir listann ekki tæmandi og segist hann vona að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra endurbyggi dómskerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti:

Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“