fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Er þetta eðlilegt? Fólk neyðist til að borga lífeyrissjóðum sem keppir við það á húsnæðismarkaði

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrissjóðir fjárfesta í Gamma. Gamma eru fyrirferðamiklir á fasteignamarkaði. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að valda kreppu á fasteignamarkaði. Gamma hefur tekið að sér eignarstýringu fyrir fjölda aðila, m.a. lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir nýta m.a. ellilífeyri til að fjárfesta í Gamma sem fjárfestir á húsnæðismarkaði. Staðan er því sú að ungt fólk og barnafjölskyldur eru í óbeinni samkeppni við lífeyrissjóðina sem þau greiða í, um kaup á fasteignum. Með öðrum orðum. Peningar sem ungt fólk neyðist samkvæmt lögum til að láta í hendur lífeyrissjóða er nýtt gegn því.

Gylfi Þór Sigurðsson nemi í hagfræði og  framkvæmdastjóri Heimdallar fjallar um Gamma og lífeyrissjóðina í pistli sem birtur er á Rómur.is Þar vitnar hann í umfjöllun Stundarinnar um hátt fasteignaverð- og leiguverð í Reykjavík en þeirri umfjöllun er bent á Gamma sem helsta sökudólginn fyrir kreppunni sem nú ríkir á markaði. Gylfi segir þó athyglisvert að skoða hvaðan peningarnir koma sem Gamma nýtir til að fjárfesta.

„Uppruni fjárins gæti nefnilega verið mikið áhyggjuefni,“ segir Gylfi.  „Það er ellilífeyrinn okkar að nokkru leyti. Því lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest gríðarmiklum fjármunum í sjóðum Gamma og skyldum fasteignasjóðum.“

Staðan er því sú að fólk sem greitt hefur lífeyrissjóðum er í samkeppni við sjóðina um kaup á fasteignum.

„Einhverjir enda svo á að leigja þessar fasteignir af lífeyrissjóðunum,“ segir Gylfi.

Gylfi leggur til að lífeyrissjóður íhugi að selja sína hluti í fasteignasjóðum og fara frekar með fé sitt erlendis. Það gæti mögulegt kælt niður markaðinn og gefið einstaklingum svigrúm til að fjárfesta í fasteignum og um leið veikt krónuna sem myndi án efa gleðja fjármálaráðherra sem hefur áhyggjur af sterkri stöðu gjaldmiðilsins. Gylfi bendir á að Íslendingar hafi lítið val um að greiða í lífeyrissjóði og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort lífeyrissjóðir keppi við sjóðfélaga um húsaskjól.

„Þegar ungt fólk á erfitt með að safna fyrir innborgun í íbúð, þá er furðulegt að lífeyrissjóðirnir séu að auka við það vandamál. Það hlýtur að minnsta kosti að kveikja á viðvörunarbjöllum ef að lífeyrissjóðirnir stefna séreignarstefnunni í hættu, stefnu sem við höfum lengi verið stolt af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“