fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn gagnrýna leyndarhyggju

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA könnunar var felld í gær. Tillagan hefði falið í sér að samþykki borgarstjórnar að óska eftir því við Menntamálastofnun að Reykjavíkurborg fái sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA könnun 2015 í einstökum greinum; þ.e. lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði.

Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla yrðu svo sendar viðkomandi skólastjórnendum, sem kynni þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags, í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur.Tillagan var felld með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé skammsýni af hálfu meirihlutans:

Það lýsir skammsýni og metnaðarleysi hjá borgarfulltrúum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykjavíkurborg óski eftir sundurgreindum upplýsingum um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum og afhendi þær viðkomandi skólastjórnendum, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skólastarfið.

Flest önnur sveitarfélög landsins fái slíkar niðurstöður og koma til með að nýta þær til umbóta í skólastarfi sínu, sem hafi verið gert árið 2012:

Mörg erlend skólakerfi nota niðurstöður PISA-prófa til gefa grunnskólum endurgjöf á starf þeirra. Íslenska menntakerfið er í kjörstöðu að því leyti að hér þreyta allir 10.bekkingar PISA prófið og því ættu niðurstöður þess að nýtast betur en í öðrum OECD-ríkjum þar sem einungis er um úrtak að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“