fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Freyja segir Sindra hafa beitt Töru ofbeldi: „Ömurlegt að horfa á það.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þykir leitt sem einn skipuleggjandi Truflandi tilvistar að einn þátttakandi í ráðstefnunni hafi orðið fyrir árás frá Sindra Sindrasyni í beinni útsendingu stöðvar 2 þegar hún deildi reynslu sinni og upplifun og sagði frá ráðstefnunni. Það var ömurlegt að horfa á það.“

Þetta segir Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar en hún sat með hléum á þingi frá árinu 2013 til 2015. Hún var einnig einn skipuleggjanda ráðstefnunnar Truflandi tilvist.

Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu hefur vakið gríðarlega athygli í dag. Sindri spurði þá Töru hvort að fordómar byggju ekki innra með hverjum og einum en þá Tara að þessi skoðun væri sem töluð úr munni einhvers í forréttindastöðu.

Sindri svaraði með þjósti:

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.“

Freyja segir að Tara hafi sýnt ótrúlega festu og styrk og hún eigi skilið samstöðu og samkennd frá öllum.

Henni var hent í ljónagryfju og kom frá henni lifandi. Það er líka ljóst að ég sem aktivisti og manneskja sem oft er í leiðandi hlutverki þarf að draga af þessu lærdóm. Bæði að gleyma aldrei að huga að mínum forréttindum og jafnframt að mikilvægt er að vinna markvisst að því að gera einhverskonar viðbragðsáætlun varðandi fjölmiðla fyrir fólk í mannréttindabaráttu. Það er óafsakanlegt að fjölmiðlar beiti fólk ofbeldi þegar það er að veita traust sitt og tjá sig um ofbeldi.

Segir Freyja að viðbrögð Sindra séu staðfesting á mikilvægi ráðstefnunnar.

Viðbrögð hans, sem fylltu mig vissulega sorg og reiði, fylltu mig samt enn frekar af stolti af okkur öllum sem lögðum hönd á plóg við það að láta þessa valdeflandi ráðstefnu verða að veruleika. Hún hefur nú þegar brotið blað í sögu mannréttindaþróunar á Íslandi. Hér nötrar allt í dag.

Þá hefur Freyja einnig skrifað grein um fordóma eftir ummæli Sindra. Greinina má lesa hér en í henni segir meðal annars:

„Ég fæ skilaboð frá vinkonu á facebook. Tveir strákar hafa sett mynd af mér frá Druslugöngunni á brandaragrúbbu, sagt að ég sé ógeðsleg og að ég eigi skilið að verða fyrir sýruárás.

Líkami minn má deyja.

Svona get ég haldið áfram með dæmi um þá fordóma sem ég hef upplifað, en þetta er nóg. Þetta er raunar of mikið því þessi reynsla mín kemur ykkur ekki við. Mér finnst erfitt að deila henni og það er ekki skylda mín. En stöðugt upplifi ég að það er efast um reynslu jaðarsettra hópa, gert lítið úr tilfinningum okkar og þekkingu á eigin veruleika – upplifun okkar er ógild. Síðast í gær spyr Sindri Sindrason fréttamaður jaðarsetta konu hvort fordómar séu ekki bara inn í okkur?

Svarið er; nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“