fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni: Óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. mars 2017 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins krefur Evrópuráðið um afsökunarbeiðni vegna skýrslu um kynþáttafordóma á Íslandi og segir skýrsluna ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til nemenda í framhaldsskólum.

Mikil umræða hefur verið um skýrslu nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem kom út fyrir skömmu. Þar voru fjölmiðlarnir Útvarp Saga og Omega sakaðir um að breiða út hatursboðskap. Auk þess fengu Framsókn og flugvallarvinir á baukinn fyrir orðræðu listans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2014 sem hafi verið óvægin í garð múslima.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gerir skýrsluna að umfjöllunarefni í pistli á Facebook síðu sinni.

Nýjustu skýrsluna og hinar fjórar fyrri má finna hér á vefsíðu Evrópuráðsins.

Óhætt er að segja að Sigmundur sé ekki hrifinn af vinnubrögðum nefndarinnar. Hann sakar nefndina um slæleg vinnubrögð og dylgjur í garð Framsóknarflokksins. Enginn rökstuðningur sé fyrir niðurstöðum nefndarinnar sem að hans sögn byggja á slúðri og dreifibréfi sem andstæðingar hans hafi staðið á bak við.

Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er (vonandi) að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif.

Sigmundur Davíð segist ekki vilja bera í bætifláka fyrir ummæli sem látin hafi verið falla af viðmælendum Útvarps Sögu en segir það vinnubrögð nefndarinnar varla ásættanleg.

Sigmundur segir að ,,óþóknarlegir aðilar“ séu teknir fyrir í skýrslunni og nefnir þar Omega og Útvarp Sögu. Hann vilji ekki bera í bætifláka fyrir ummæli sem látin hafi verið falla af viðmælendum Útvarps Sögu en segir það vinnubrögð nefndarinnar varla ásættanleg. Hann vitnar í skýrsluna þar sem segir: „Þá er ECRI einnig kunnugt um útvarpsstöðina Sögu sem dreifir hatursorðræðu sem beint er að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki (LGBT).“

Í skýrslunni segir að fjölmiðlanefnd hafi ekki fengið inn á sitt borð neinar kvartanir vegna orðæðunnar á Útvarpi Sögu og þeim kvörtunum sem beint hafi verið til lögreglu hafi verið vísað frá. Sigmundur segir að skýrsluhöfundar túlki þetta þannig að Íslendingar og lögreglan hér á landi sé of fáfróð til að taka á þessum málum.

Að sögn forsætisráðherrans fyrrverandi er ECRI nefndin skipuð einum aðila frá hverju aðildarríki Evrópuráðsins sem virðist allt deila sömu pólitísku sýn á málfrelsið.

Skýrslur virðast svo unnar á þann hátt að nokkrir nefndarmenn fari í ferð til eins lands í einu, geri sér glaðan dag, spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna.

Sakar nefndarmenn um annarlegar kenndir og krefst afsökunarbeiðni

Sigmundur vill meina það að tilgangurinn með skýrslunni hafi verið að agnúast út í Ísland og yfirvöld hér á landi fyrir að setja málfrelsinu ekki meiri skorður en raun ber vitni.

Hann vill að það verði kannað hvort að aðilar innan stjórnkerfisins eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna því ef svo er sé það alvarlegt mál sem „ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið“:

Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu. Ég hef því lagt til að starfandi framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu og sem betur fer var tekið vel í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“