Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vildi ekki gefa upp afstöðu sína gagnvart áfengisfrumvarpinu, vill hann að málið fái þinglega meðferð og fái umsögn áður en taki afstöðu til þess sjálfur. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins innti hann eftir afstöðu sinni til frumvarps um breytingar á áfengislöggjöfinni sem felur í sér að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði afnumið.
Margir hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og sýna kannanir að meirihluti landsmanna er andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi. Óvíst er hvort meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi en í dag tók Gunnar Hrafn Jónsson sæti á þingi fyrir Pírata í stað Viktors Orra Valgarðssonar, en sé fyrrnefndi er andvígur frumvarpinu en Viktor Orri hefur verið ötull talsmaður þess.
Segist Óttarr vona að umræðan á þinginu í tengslum við þetta mál muni snúast um lýðheilsusjónarmið, tók hann það fram að hann styddi ekki aðgerðir sem stuðli að aukinni áfengisneyslu:
Það er nokkuð ljóst að stóraukið aðgengi að áfengi getur ekki samræmst stefnu um lýðheilsu,
sagði Óttarr á þingi í dag og benti á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar miðaði heilbrigðisstefnan að því að bæta lýðheilsu landsmanna.