fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Óttarr gefur ekki upp afstöðu sína til áfengisfrumvarpsins

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. mars 2017 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vildi ekki gefa upp afstöðu sína gagnvart áfengisfrumvarpinu, vill hann að málið fái þinglega meðferð og fái umsögn áður en taki afstöðu til þess sjálfur. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins innti hann eftir afstöðu sinni til frumvarps um breytingar á áfengislöggjöfinni sem felur í sér að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði afnumið.

Margir hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og sýna kannanir að meirihluti landsmanna er andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi. Óvíst er hvort meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi en í dag tók Gunnar Hrafn Jónsson sæti á þingi fyrir Pírata í stað Viktors Orra Valgarðssonar, en sé fyrrnefndi er andvígur frumvarpinu en Viktor Orri hefur verið ötull talsmaður þess.

Segist Óttarr vona að umræðan á þinginu í tengslum við þetta mál muni snúast um lýðheilsusjónarmið, tók hann það fram að hann styddi ekki aðgerðir sem stuðli að aukinni áfengisneyslu:

Það er nokkuð ljóst að stóraukið aðgengi að áfengi getur ekki samræmst stefnu um lýðheilsu,

sagði Óttarr á þingi í dag og benti á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar miðaði heilbrigðisstefnan að því að bæta lýðheilsu landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“