fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Brynjar er sammála forsetanum: „Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. mars 2017 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis er sammála Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um að ákvæði um landsdóm eigi ekki heima í stjórnarskrá lýðveldsins. Útilokar Brynjar ekki að byrjað verði að endurskoða ákvæðið á kjörtímabilinu.

Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög,

segir Brynjar og bætti við að það sé ekki sé mikil hrifning með mál Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hjá Evrópudómstólnum, en Geir var var dæmdur af landsdómi árið 2012 vegna þess að hann hefði átt að halda fleiri ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársins árið 2008. Segir Brynjar að rétt sé að fara yfir málið:

Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“