fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Forseti Íslands: Landsdómur á ekkert erindi í stjórnarskrána

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. mars 2017 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vill að ákvæði um landsdóm verði fellt úr stjórnarskrá lýðveldisins, segir hann dóminn ekkert erindi eiga í stjórnarskrána. Þetta kemur fram í viðtali sem birt er í tíma­riti Lög­réttu og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Segir forseti Íslands það hafa sýnt sig að niðurstaða landsdóms hafi frekar sundrað en sameinað þjóðina og það á versta tíma:

Ég sagði það áður en ég tók við emb­ætti for­seta Íslands og segi það enn að í end­ur­reisn­ar­starf­inu eftir hrun var feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um lands­dóm,

sagði Guðni. Telur hann að niðurstaða landsdóms, þegar hann var kallaður saman í máli Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, hafi ekki verið í samræmi við þá stefnu að þeir sem bæru pólitíska ábyrgð myndu axla hana og taka afleiðingunum:

Geir H. Haarde var dæmdur af landsdómi árið 2012, vegna þess að hann hefði átt að halda fleiri ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársins árið 2008, skömmu fyrir bankahrunið. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið.

„Látum þetta okkur að kenn­ingu verða enda hygg ég að eng­inn vilji hafa ákvæði um lands­dóm í stjórn­ar­skránni. Finnið þann sem vill að málum verði hagað með sama hætti í fram­tíð­inni. Ég efast um að ykkur tak­ist það.“

Í viðtalinu sagði Guðni einnig að þjóðin telji ekki skynsamlegt að forseti Íslands sé einn með það vald að geta synjað lögum, það sé vilji þjóðarinnar að ákvæði sé í stjórnarskrá um að ákveðinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu með undirskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“