fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Hrafn snýr aftur á þing – Styður ekki áfengisfrumvarpið

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.

Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata snýr aftur á þing fyrir flokkinn á mánudaginn eftir að hafa verið í veikindaleyfi vegna þunglyndis frá því í desember. Segir hann í samtali við Eyjuna að hann hyggist berjast fyrir geðheilbrigðismálum þegar hann snýr aftur á þing. Viktor Orri Valgarðsson tók sæti Gunnars Hrafns á þingi á meðan hinn síðarnefndi var í leyfi, Viktor Orri hefur verið ötull talsmaður áfengisfrumvarpsins en það er Gunnar Hrafn ekki:

Nei, ég styð ekki frumvarpið að óbreyttu,

segir Gunnar Hrafn, fara því líkurnar á því að frumvarpið verði samþykkt minnkandi.

Gagnrýndur fyrir uppistand í veikindaleyfi

Gunnar Hrafn hefur verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að vera með uppistand á Herrakvöldi Þróttar næstkomandi laugardag. Málflutningur þeirra sem hafa gagnrýnt hann snýst um að Gunnar Hrafn sé að skemmta fólki á sama tíma og hann sé í launuðu veikindaleyfi frá Alþingi. Gunnar Hrafn segir skiljanlegt að fólk setji spurningamerki við uppistandið:

Ég skil það alveg að fólk heldur bara að maður sé frá til langs tíma og að taka að sér uppistand á milli þá lítur það furðulega út. Ég er búinn að vera að mæta á þing undanfarið og það er verið að ganga frá því að þetta verði formlegt í næstu viku.

Aðspurður um hvernig hann hafi það nú segir Gunnar Hrafn:

Ég hef það bara fínt, allt annar maður en ég var. Ég er búinn að fá ótrúlega mikla hjálp úr öllum áttum, alls konar fólki þvert á flokka. Það eru allir rosalega jákvæðir.

Hyggst berjast fyrir geðheilbrigðismálum

Yfirlýsing hans vakti mikla athygli rétt fyrir jólin, eftir að hann steig fram hafi fólk jafnvel stöðvað hann á förnum vegi til að taka í hendina á honum og segja honum sína reynslusögu. Mun hann nú tala við umbótum í geðheilbrigðismálum á þingi:

Það verður mitt helsta verk þegar ég kem aftur að fara í gegngera uppstokkun á því kerfi, eins og hefur verið lofað. Óttarr hefur lofað því en ég á eftir að ræða við hann hvernig útfærslan verður, en það verður að gera eitthvað átak geðheilbrigðismálum, helst á þessu þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“