fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Vogunarsjóðirnir treysta á „skilningsríka“ ríkisstjórn

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Trúverðugleiki íslenskra stjórnvalda beið hnekki vegna þess að boðað var til kosninga í fljótræði. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í kostaðri Fésbókarfærslu. Greint var frá því í morgun að fulltrúar íslenskra stjórnvalda hefðu fundað með vogunarsjóðum í New York til að kanna grundvöll samkomulags sem myndi gera vogunarsjóðunum kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri á hagstæðu gengi.

Gjaldeyrisútboðið sem var síðasti stóri liðurinn í planinu um losun hafta dróst úr hófi. Þegar að því kom var búið að boða til kosninga í furðulegu fljótræði og trúverðugleiki þess að íslensk stjórnvöld væru staðföst og myndu halda sínu striki að engu orðinn,

segir Sigmundur Davíð:

Fyrir vikið hættu vogunarsjóðirnir sem keypt höfðu krónur flestir við að taka þátt í útboðinu. Nú vildu þeir „fullt verð“ frá Íslendingum fyrir krónurnar sem þeir höfðu keypt á afslætti. Þeir gerðu ekki einu sinni tilboð heldur ákváðu frekar að setja aukinn kraft í áróður innanlands sem utan og treysta á að fá „skilningsríkari“ ríkisstjórn.

Vitnar Sigmundur Davíð í grein Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra hjá Kviku banka en Sigurður hélt að miklu leyti utan um vinnu framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta á síðasta kjörtímabili. Benti Sigurður á að nú þegar væri hægt að losa öll höft af almenningi ef sjóðirnir sem ákváðu að sitja eftir í útboðinu yrðu látnir bíða eins og til stóð, en þess í stað virðist ætlunin vera sú að byrja á að semja við vogunarsjóðina. Sigmundur Davíð hefur lengi haldið því fram að sitt ráðuneyti hafi verið horn í síðu erlendra vogunarsjóða, sagði hann meðal annars í október síðastliðnum að starfsmenn vogunarsjóða hefðu opnað kampavínsflösku þegar hann sagði af sér sem forsætisráðherra síðastliðið vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“