fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Þingflokksformaður Viðreisnar: Framkoma Sjálfstæðisflokks „þreytandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. apríl 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd: Sigtryggur Ari.

Brestir eru komnir í samstarf stjórnarflokkanna. Einkum eru það þingmenn Viðreisnar sem óánægðir eru með framgöngu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þetta kemur fram í helgarblaði DV og herma heimildir blaðsins að „verulegs pirrings sé farið að gæta“. Það er þó ekki einungis í garð þessara ákveðnu þingmanna heldur einnig að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni.

Bjarni hefur haft léleg tök á sínum þingmönnum og verið mikið fjarverandi að sögn heimildarmanna DV. Ákveðnir þingmenn flokks hans hafa verið duglegir að senda samstarfsflokkunum pillur í fjölmiðlum sem Hanna Kristin Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður segir „þreytandi“.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.

Samstarf þeirra þriggja flokka sem nú mynda ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur gengið upp og ofan en síðan stjórnin hóf störf þann 11. janúar síðastliðinn. Meirihlutinn er veikur, aðeins einn þingmaður og hafa einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks frá upphafi haft efasemdir um skynsemi þessa samstarfs.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa sumir hverjir sett sig upp á móti stjórnarmálum sem nefnd eru í stjórnarsáttmálanum, til að mynda frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra um jafnlaunavottun og fjármálaáætlunar til fimm ára.

Nánar má lesa um málið í helgarblaðið DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt