fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ragnar: Lóðaskorturinn bendir til að Reykjavíkurborg sé að misnota aðstöðu sína gegn hagsmunum borgaranna

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði. Mynd/rnh.is

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir að lóðaskortur í Reykjavík og hátt lóðaverð bendi til þess að Reykjavíkurborg sé að nota sér ástandið til að afla sér tekna. Í grein sem Ragnar skrifar í Frjálsa verslun segir hann að á mörgum sviðum á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu, orkuframleiðslu og byggingu og rekstur samgöngumannvirkja hafi hið opinbera hér á landi  einokunaraðstöðu, oft lögverndaðrar, eða mjög sterkrar fákeppnisaðstöðu. Það sé þekkt að unnt sé að nota einokunaraðstöðu til eigin hagsbóta:

 Gagnvart viðskiptamönnum kemur það gjarnan fram í háu verði og/eða slökum gæðum þjónustunnar. Þessi einkenni þekkja flestir af viðskiptum sínum við hið opinbera. Þá er það algengur fylgifiskur einokunaraðstöðu að rekstur verður slakur vegna skorts á aðhaldi. Ekki er örgrannt um að þessa hafi einnig orðið vart í opinberum rekstri,

Mynd/Getty

segir Ragnar. Bendir hann á að byggingarlóðir séu á meðal þess sem opinberir aðilar sjá borgurunum fyrir:

„Sala þessara lóða er talsverður tekjustofn fyrir sveitarfélögin en auðvitað kemur kostnaður á móti. Með því að takmarka framboðið er hins vegar unnt að hækka verðið og lækka kostnaðinn. Ólíkt ríkinu eiga sveitarfélögin í vissri samkeppni sín á milli. Þessi samkeppni dregur úr möguleikum þeirra til þess að hámarka hagnað sinn af byggingarlóðum.“

Reykjavík sé langstærsta sveitarfélagið og ráði yfir eftirsóttasta landinu til húsbygginga. Því segir Ragnar að borgin njóti því yfirburðastöðu hvað lóðasölu snertir. Ef notað væri orðalag Samkeppniseftirlitsins mætti segja að Reykjavík hafi markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir byggingarlóðir:

Því er eðlilegt að sú spurning vakni hvort verið geti að Reykjavíkurborg hafi nýtt sér þessa aðstöðu til að takmarka framboð byggingarlóða í því skyni að auka hreinar tekjur sínar af þeim. Hinn mikli lóðaskortur í Reykjavík og hið háa verð benda til þess að svo geti verið,

segir Ragnar og bætir við:

Sé svo er Reykjavíkurborg að misnota markaðsstöðu sína gegn hagsmunum borgaranna. Þetta væri ólöglegt ef um einkafyrirtæki væri að ræða. Hið sama ætti auðvitað að gilda um opinbera aðila. Hér eru mjög háar upphæðir og miklir hagsmunir í húfi. Frá sjónarmiði þjóðarhags virðist því fyllsta ástæða til þess að kanna hvort þessi misnotkun fyrirfinnist og ef svo er í hvað miklum mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi