fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Inga Sæland: „Dómstólar munu kenna þessum manni að skammast sín“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að draga Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage fyrir dóm til að láta þá svara fyrir sig fyrir dómi fyrir að kalla sig „Nasista ömmu“. Inga segir í samtali við Eyjuna að nú sé hún að undirbúa sumarþing Flokks fólksins en það verði hennar fyrsta verk á mánudaginn að kæra blaðamenn Sandkassans, þá Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage, sem Inga telur vera sama manninn, til lögreglu fyrir hatursorðræðu, ef það gangi ekki þá muni hún höfða einkamál.

Sjá frétt: Gunnar hætti sem ritstjóri eftir að hann kallaði Ingu Sæland „Nasista ömmu“

Á miðvikudaginn birti Sandkassinn grein eftir Gunnar Hjartarson sem ber heitið „Nasista Ömmurnar“ þar sem Inga Sæland er sökuð um að vera með sambærilegan málflutning og nasistar, að hún sé í orði að ráðast á hælisleitendur og aðra minnihlutahópa og kenna þeim um bág kjör öryrkja og aldraðra. Inga hafnar því alfarið í samtali við Eyjuna:

Hann er að ljúga, ég hef aldrei sagt þetta sem hann segir að ég hafi sagt. Ég stend við að hælisleitendur sem eru ekki að koma til að flýja neina ógn, auðvitað eigum við að fjalla um þeirra mál á leifturhraða og annað hvort bjóða fólkið velkomið eða vísa þeim heim. Við eigum ekki að halda uppi fólki í eitt til þrjú ár og senda það svo heim. Ég hef aldrei sagt annað en að mér finnst bara fallegt hvernig við hugsum um flóttafólkið.

Inga segir að sér hafi ekki brugðið að sjá talað um sig sem nasistaömmu, hún sé vön slíku í netheimum, gefur hún ekki mikið fyrir skýringar Gunnars Hjartarssonar um að hætta sem ritstjóri Sandkassans í kjölfarið því hann vildi ekki koma fram opinberlega.

Hann talar um að vernda fjölskylduna sína. Það virðist sem allar aðrar fjölskyldur í landinu skipti engu máli. Það er ekki gaman fyrir mína fjölskyldu að sjá talað um mig sem nasista. Hann fer svo langt yfir strikið að ég á ekki orð, hvort sem það er þessi Gunnar eða hinn. Hann kann ekki að skammast sín. Dómstólar munu kenna þessum manni að skammast sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni