fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Óhreinsað skólp flæðir út í fjöruna við Vesturbæ Reykjavíkur – 750 lítrar á sekúndu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólphreinsistöðin við Faxaskjól. Mynd/or.is

750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæða nú á hverri sekúndu út í hafið við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur. Skólpdælustöðin er biluð og hefur skólpið nú flætt í tíu sólarhringa, ekki er vitað hvenær gert verður við stöðina.

RÚV greinir frá þessu. Um er að ræða bilun í neyðarlúgu sem veldur því að skólpið flæðir nú út í fjöruna. Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir betra að skólpið fari út í fjöru en inn á heimili fólks:

Af tvennu illu þá töldum við það skárri kost að hafa lúguna opna þannig að það væri ekki möguleiki á því að skólpið myndi fara uppí kerfið og flæða inn til fólks. Því það væri möguleiki,

Kjartan Magnússon

sagði Hólmfríður í samtali við RÚV. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir að rétt hefði verið að láta borgarbúa vita:

„…þetta er það mikið magn að almenningur verður var við þetta og það er náttúrulega mengun af þessu,“

sagði Kjartan í samtali við RÚV. Segir hann að fólk hafi orðið vart við skólp í fjörunni, aðspurður um hvort þetta hefði borið á góma á stjórnarfundi OR sagði Kjartan:

Já, það var rætt um þetta á síðasta stjórnarfundi og þá fengum við þær fregnir að það ætti að ljúka viðgerð í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi