fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Óli býður sig fram til varaformanns Vinstri grænna

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga býður sig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem verður haldið 6.-8. október næstkomandi. Áður hefur Edward Huijbens prófessor lýst yfir framboði til varaformanns, en enginn hefur tilkynnt um framboð til formanns enn sem komið er.

Sjá einnig: Edward býður sig fram til varaformanns

Segir Óli í yfirlýsingu til fjölmiðla í dag að hann vilji takast á við loftslagsmálin “af alvöru” og brúa bilið milli höfuðborgar og landsbyggðar:

Mikill hljómgrunnur er í samfélaginu fyrir skýrum áherslum Vinstri grænna og hefur hreyfingin fest sig í sessi sem eitt öflugasta stjórnmálaafl á Íslandi. Nú er lag til frekari sóknar fyrir hreyfinguna. Næsta vor fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að flokkurinn nýti þau sóknarfæri sem hann hefur. Þá er einnig eðlilegt að í forystu flokksins veljist fólk með sæti í sveitarstjórn til að liðsinna við undirbúning kosninganna,

segir Óli. Óli var í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi frá síðustu kosningum til Alþingis og hefur hann tekið sæti á þingi sem varaþingmaður. Hann er fæddur 1975 og er giftur Herdísi Þ. Sigurðardóttur, skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík, eiga þau 4 börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist