fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Davíð æfur – Vill opinbera rannsókn á húsi Orkuveitunnar: „Leynibrall frá fyrsta degi“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/Sigtryggur Ari

„Hvernig sem menn sem lengi hafa fylgst með sveit­ar­stjórn­ar­mál­um í þessu landi leita í hug­skoti sínu finna þeir hvergi lak­ari vitn­is­b­urð um stjórn­sýslu, fúsk og blekk­ing­ar við fram­kvæmd­ir fyr­ir offjár en í dæm­inu um hús Orku­veit­unn­ar.“

Svona hefst leiðari Morgunblaðsins í dag, en gera má ráð fyrir að þar haldi Davíð Oddsson ritstjóri á penna. Vitnar hann í viðtal RÚV við Guðmund Þóroddsson fyrrverandi forstjóra OR þar sem hann sagði að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi eftir hrun. Davíð segir að með þessu sé bætt við hneykslið með skringilegum útskýringum:

Maður­inn læt­ur eins og hon­um sé ókunn­ugt um að ný­leg bygg­ing­in er tal­in ónýt, ekki vegna skorts á viðhaldi held­ur vegna þess hvernig var staðið að bygg­ingu húss­ins í hinni taum­lausu óráðsíu sem átti sér stað.

Davíð segir að byggingin sjálf hafi borið dauða sinn í sér frá fyrsta degi:

Það hef­ur loks komið skýrt fram þrátt fyr­ir all­an blekk­ing­ar­leik­inn af hálfu borg­ar­yf­ir­valda. Fram hef­ur komið að búið er að kasta á bálið rétt tæp­um 500 millj­ón­um króna – FIMM HUNDRUÐ MILLJÓNUM KRÓNA – til að kanna vanda­málið! Og niðurstaðan sem hafðist upp úr því dýra krafsi virðist hrópa fram­an í borg­ar­yf­ir­völd að húsið sé því sem næst ónýtt. Hvað eina sem gripið verður til mun kosta al­menn­ing í borg­inni og á höfuðborg­ar­svæðinu millj­arða króna til viðbót­ar og óvíst þó um ár­ang­ur af öllu sam­an. Lík­leg­ast til var­an­legs ár­ang­urs sé að rífa húsið!,

segir Davíð. Segir hann það kúnstugt að heyra viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að það kæmi á óvart hvað tjónið væri ofboðslegt:

„Í hverju mál­inu á fæt­ur öðru kem­ur þessi trúnaðarmaður borg­ar­inn­ar eins og álf­ur út úr hól eða froskmaður úr foraði fjör­unn­ar í Reykja­vík þegar hann er spurður um stór­mál sem und­ir hann heyra. Það ligg­ur fyr­ir að borg­ar­bú­ar voru beitt­ir skipu­lögðum blekk­ing­um og upp­lýs­ing­um var haldið leynd­um í skjóli þess að um „op­in­bert hluta­fé­lag“ væri að ræða.“

Davíð segir að augljóst sé að setja verði af stað opinbera rannsókn á málinu:

Stærð þess, leyni­brall frá fyrsta degi og hags­mun­ir al­menn­ings gera slíkt óhjá­kvæmi­legt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi