Píratar ætla að bjóða fram lista í minnst sex sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor, munu þeir bjóða fram lista í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Erla Hlynsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki sé útilokað að Píratar muni bjóða fram í fleiri sveitarfélögum, aðalfundur flokksins hafi verið ætlað að þétta raðirnar og marki upphafspunkt fyrir komandi kosningabaráttu.
Erla gerir ráð fyrir að flokkurinn muni bjóða fram í Árborg en hún gat ekki fullyrt um það, einnig ætti ekki að koma á óvart ef Píratar myndu bjóða fram á Austurlandi.
Fresta þurfti formlegum aðalfundi flokksins þar sem ekki var hægt að leggja fram ársreikning, segir Erla að starfsemin hafi verið mun umfangsmeiri en gert hafi verið ráð fyrir:
Við erum komin með ársreikninginn nánast saman, en þurfum að fara yfir nokkur smáatriði til að hægt sé að leggja hann fram,
sagði Erla. Styrkir til flokksins námu 871 þúsund krónum, þar af fékk flokkurinn 400 þúsund króna styrk frá þingflokki Pírata.