fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Yeonmi Park um lífið í Norður-Kóreu: „Ímyndaðu þér að búa á Mars“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yeonmi Park í hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Mynd/Eyjan

Það var þétt setið í hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag á fyrirlestri Yeonmi Park um lífið í Norður-Kóreu. Áætlað var að hún myndi flytja erindi sitt í Vigdísarhúsi en það var fært vegna mikils áhuga almennings, það dugði skammt og komust ekki allir að sem vildu.

Yeonmi Park flúði Norður-Kóreu til Kína ásamt fjölskyldu sinni árið 2007, í Kína var hún seld í þrældóm en tveimur árum síðar tókst henni að flýja ásamt fleirum yfir ískalda Góbí-eyðimörkina til Mongólíu þaðan sem hún komst loks til Suður-Kóreu. Hún gaf út bókina Með lífið að veði sem þýdd hefur verið yfir á íslensku. Að fundinum stóðu Almenna Bókafélagið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og RNH – Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt.

Sjá einnig: Norður Kórea er hrikalegasti staður á jörðinni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra setti fundinn og bauð Yeonmi velkomna á sviðið. Líkt og sjá má á myndinni var þétt setið í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Saga Yeonmi er vægast sagt átakanleg og kom það mörgum á óvart hversu sterk hún er að geta rætt opinskátt um reynslu sína, en hún ólst upp í bæ í einræðisríki þar sem lík fólks sem hafði soltið í hel er algeng sjón:

„Sjáiði mig? Ég veit að ég er mjög lítil,“

sagði Yeonmi glaðvær. Hún sagði mjög erfitt að lýsa fyrir fólki hvernig það væri að búa í Norður-Kóreu:

Ímyndaðu þér að búa á Mars. Það er varla hægt. Norður-Kórea er eins og önnur pláneta.

„Ég hafði aldrei séð ruslafötu“

Hún lýsti vikunni áður en hún flúði, en þá leitaði hún á sjúkrahús vegna magaverks, læknirinn setti hendina á magann hennar og sagði að hún væri með sprunginn botnlanga:

Hann opnaði mig án deyfingar og sagði mér að það væri í lagi með botnlangann, ég væri bara vannærð. Hann tók samt úr mér botnlangann því hann var búinn að opna mig. Fólk í Norður-Kóreu deyr ekki úr krabbameini eða neinu slíku, það er ein nál á öllu sjúkrahúsinu og fólk deyr úr sýkingum. Það var ekkert salerni inni og á milli spítalans og kamarsins var hrúga af látnu fólki, þá vissi ég að ég yrði að flýja því annars myndi ég brátt deyja.

Sagði hún hringrás lífsins í Norður-Kóreu vera að fólk deyr, rotturnar borða fólkið og fólkið borðar svo rotturnar.

Hún vissi að mat væri líklegast að finna í Kína þar sem hún gat séð ljósin yfir landamærin í bænum sem hún bjó. Yeonmi og fjölskylda hennar voru mjög heppin að komast lifandi yfir landamærin, hún lýsti því þegar hún var kominn inn í hús í Kína þar sem kona útbjó mat:

Það var ruslafata við endann á borðinu. Ég hafði aldrei séð ruslafötu. Í Norður-Kóreu er ekkert til að henda,

Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu. Yeonmi segir að það hafi komið sér á óvart að fólk geri grín að hárinu hans, eitthvað sem skipti engu máli í stóra samhenginu. Mynd/EPA

sagði Yeonmi. Hún hafði heyrt sögur af því að hundar í Kína fengju hrísgrjón að borða sem hún taldi vera lygi, það hafi því mjög komið á óvart að frétta að til væru hundahótel. Yeonmi sagði erfitt að venjast frelsinu, hugtak sem þekktist ekki í Norður-Kóreu, þegar hún var í Kína hugsaði hún frelsi að geta klæðst gallabuxum og geta horft á bíómyndir án þess að eiga á hættu að vera skotin.

Kim-fjölskyldan eru guðir

Yeonmi segir að það verði ekki auðvelt að sameina Norður- og Suður-Kóreu, frá því að löndin voru aðskilin fyrir rúmum 70 árum þá hefur tungumálið breyst mikið fyrir utan menningarmuninn og þankagang íbúanna.

Þegar ég byrjaði í háskóla þá þurfti ég að taka upp fyrirlestrana og hlusta á þá og túlka orðin og hugtökin, þetta var eins og annað tungumál,

sagði Yeonmi. Íbúarnir tilbiðja Kim-fjölskylduna sem guði, þó að Kim Il-Sung sé látinn þá trúi fólk að hann vaki yfir þeim, segir Yeonmi hugsunarháttinn allt annan en í Suður-Kóreu:

Ég man þegar ég fór í matvörubúð, það var ekki bara magnið af mat sem kom mér á óvart, það voru öll tímaritin, um mat, heilsu og eitthvað fólk. Og hraðbankar, í Norður-Kóreu leggur enginn inn í bankann því þú sérð peningana þá aldrei aftur, mér fannst hraðbankinn dónalegur því ég var viss um að einhver væri inni í honum að rétta mér peningana sem vildi greinilega ekki tala við mig.

Fólkið þarf að standa sjálft að breytingum

Það kom mörgum á óvart hversu glaðvær Yeonmi er miðað við allt sem hún hefur gengið í gegnum aðeins 23 ára gömul. Aðspurð sagði hún að hún hefði þyrfti ekki á sálrænni meðferð að halda, að minnsta kosti ekki í bili.

Hún segist ekki viss hvað íbúum Norður-Kóreu finnst í raun og veru, líkti hún þessu við kvikmyndina The Truman Show þar sem stöðugt væri verið að fylgjast með manni og allir léku eins og allt væri í lagi:

„Ég trúði því að Ameríkanar væru skrímsli og að ég byggi í besta landi í heimi og ætti besta leiðtoga í heimi sem væri að verja okkur fyrir heiminum sem vildi eyðileggja Sósíalistaparadísina okkar. Ég veit ekki hvort allir hafi líka haldið það.“

Yeonmi segir að það sé hægt að breyta stjórnarfarinu en fólkið sjálft þurfi að gera það, til þess þurfi að upplýsa þjóðina og breyta þankagangi íbúanna, það sé verið að gera það með því að smygla DVD-myndum og USB-lyklum inn í landið, til dæmis séu samtök sem sendi upplýsingar yfir með loftbelgjum:

Ég man þegar ég sá Titanic, mér fannst skrítið að sjá mynd sem væri ekki áróður, mér fannst það líka skammarlegt að verið væri að fjalla um ást. Ást er eitthvað sem maður skammast sín fyrir í Norður-Kóreu. En á Vesturlöndum þá er endalaust fjallað um ást, í tónlist og í kvikmyndum. Mig hefur alltaf langað til að hitta Leonardo DiCaprio, en það er allt í lagi að hitta bara forsætisráðherra Íslands,

sagði hún og hló. Yeonmi segir að Íslendingar geti hjálpað til við að breyta ástandinu, til dæmis að setja þrýsting á Kína sem heldur stjórninni gangandi með viðskiptum, en einnig að þrýsta á Kínverja að hleypa flóttamönnum frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu. Einnig sé hægt að styrkja samtök sem koma upplýsingum til íbúa Norður-Kóreu:

Það er pláss fyrir svo mörg baráttumál, dýravernd, jafnrétti, það á líka að vera hægt að hjálpa þeim 25 milljónum sem búa í Norður-Kóreu. Ég veit að Norður-Kórea er ekki það eina sem er að heiminum og það eru margir sem hafa það enn verr, en þetta skiptir máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi