Aðalfundur Pírata verður haldinn í Valsheimilinu nú um helgina, fram kemur í fréttatilkynningu frá flokknum að enkunnarorð fundarins séu Vaxa, tengja, styrkja, sem sé vísun til þess að Píratar ætli að halda áfram að vaxa, tengjast betur grunngildum sínum og upphafi, og styrkja alla innviði flokksins til framtíðar. Segir einnig að Píratar séu flokkur kerfisandstöðu og muni við halda áfram að brjóta niður úrelt kerfi til þess að byggja upp nýtt og betra Ísland.
Á laugardeginum mun Einar Brynjólfsson þingflokksformaður fara yfir þingveturinn, reynslu flokksins af prófkjörum og árangur flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sama dag verður kosið í framkvæmdaráð Pírata, sem annast almenna stjórn og rektur félagsins. Þá verður einnig kosið í úrskurðarnefnd, kjörstjórn sem og hverjir verða skoðunarmenn reikninga á komandi starfsári.
Á sunnudeginum verður farið yfir hvert Píratar stefna sem hreyfing, sem þingflokkur og hvert flokkurinn ætli sér í sveitastjórnarmálum en sveitastjórnarkosningar standa frammi fyrir dyrum í vor. Alla helgina verður virk upplýsingamiðlun á helstu samskiptamiðlum með myllumerkinu #aðalpíratar auk þess sem beint streymi verður af fundinum á netinu.