fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Aðalfundur Pírata um helgina

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Aðalfundur Pírata verður haldinn í Valsheimilinu nú um helgina, fram kemur í fréttatilkynningu frá flokknum að enkunnarorð fundarins séu Vaxa, tengja, styrkja, sem sé vísun til þess að Píratar ætli að halda áfram að vaxa, tengjast betur grunngildum sínum og upphafi, og styrkja alla innviði flokksins til framtíðar. Segir einnig að Píratar séu flokkur kerfisandstöðu og muni við halda áfram að brjóta niður úrelt kerfi til þess að byggja upp nýtt og betra Ísland.

Á laugardeginum mun Einar Brynjólfsson þingflokksformaður fara yfir þingveturinn, reynslu flokksins af prófkjörum og árangur flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sama dag verður kosið í framkvæmdaráð Pírata, sem annast almenna stjórn og rektur félagsins. Þá verður einnig kosið í úrskurðarnefnd, kjörstjórn sem og hverjir verða skoðunarmenn reikninga á komandi starfsári.

Á sunnudeginum verður farið yfir hvert Píratar stefna sem hreyfing, sem þingflokkur og hvert flokkurinn ætli sér í sveitastjórnarmálum en sveitastjórnarkosningar standa frammi fyrir dyrum í vor. Alla helgina verður virk upplýsingamiðlun á helstu samskiptamiðlum með myllumerkinu #aðalpíratar auk þess sem beint streymi verður af fundinum á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi