Gísli R. skrifar:
Í lífi hvers manns er alltaf einn dagur sá dagur sem mætti kalla stóri dagurinn. Það er að sjálfsögðu afmælisdagur hvers manns. Og þessi fyrsti pistill eftir sumarfrí er skrifaður á svona degi. Afmælisdeginum mínum. Stóra deginum mínum.
Ég er nú reyndar ekki bátur eða fiskur og því er ekki hægt að segja neina aflafrettir af mér. Og því förum við bara í hvað er að gerast í fiskveiðum á suðurnesjunum núna þessa daganna.
Það er nú reyndar frekar rólegt um að vera og hefur verið framan af enda júlí og ágúst fram að þessum tíma. t.d voru flest allir stóru línubátarnir stopp. Aðeins einn línubátur frá Þorbirni réri í undir lok júli og núna í ágúst. Tómas Þorvaldsson GK. Valdimar GK og Sturla GK hafa báðir verið í Hafnarfirði í smá viðhaldi. Reyndar hefur aflin hjá línubátunum verið mjög tregur og hefur t.d Tómas Þorvaldsson GK landað einungis 44 tonnum í 2 róðrum.
Vísis bátarnir eru einungis búnir að landa einni löndun hver bátur núna í ágúst því þeir voru stopp framan af þessum mánuði. Páll Jónsson GK og Jóhanna Gísladóttir GK eru báðir með 85 tonn í einni löndun hvor bátur. Kristín GK 63 tonn í 1. Fjölnir GK 46 tonn í 1 og Sighvatur GK 42 tonn í 1.
Hjá minni línubátunum þá er enginn þeirra að landa í höfnum á Suðurnesjunum því þeir eru allir fyrir austan, nokkrir fyrir norðan. Nýi Óli á Stað GK er með 87 tonn í 13 og mest 16 tonn. Gísli Súrsson GK 84 tonn í 11 og Auður Vésteins SU 80 tonní 11. Dóri GK 49 tonn í 11.
Von GK 51 tonn í 10. Dúddi Gísla GK 16,4 tn í 4 og landar báturinn á Skagaströnd.
Dragnótabátunum fækkar og fækkar því að Arnþór GK var seldur til Stykkishólms eins og var greint frá hérna í þessum pistlum fyrir sumarfrí. Og eru því einungis eftir 4 til 5 bátar sem landa að jafnaði í Sandgerði og er þá Aðalbjörg RE talin með í þeim hópi. Benni Sæm GK er með 47 tn í 7. Siggi Bjarna GK 38 tn í 6 og Sigurfari GK 22 tn í 5. Reyndar er einn bátur að landa í Grindavík og er það Svanur KE sem Grétar Þorgeirsson fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður á Farsæli GK er skipstjóri á. Hefur hann landað 32 tn í 6 róðrum.
Netabátunum hefur sömuleiðis fækkað um einn því að eftir brunan sem varð í Steina Sigvalda GK þegar hann lá við bryggju í Þorlákshöfn í lok maí á þessu ári þá var ákveðið að leggja bátunum og fór hann með í togi bátinn Kristbjörg HF sem hét líka Tjaldanes GK enn báðir þessir bátar voru gerðir út af Hólmgrími og í raun þá voru sami skipstjóri á báðum bátunum. Guðjón Bragason úr Sandgerði. Gírinn í Kristbjörgu HF hrundi og var því Þórsnes II SH sett í slipp og lagað til og sett á nafnið Steini Sigvalda GK. Báðir þessir bátar eru farnir erlendis í niðurrif.
Guðjón hefur tekið við skipstjórn á Grímsnesi GK og er eins og staðan er núna eini báturinn sem er að stunda netaveiðar á ufsa og hefur verið að veiðum við suðurlandið frá Þjórsárósum og að Vík í Mýrdal. Hefur honum gengið nokkuð vel og landað 64 tonn í 7 róðrum og þar af 14,3 tonn í einni löndun. Hólmgrímur er reyndar með 2 aðra báta á sínum snærum og er það Maron GK sem hefur fiskað nokkuð vel og er með 37 tonní 13 róðrum og Hraunsvík GK sem er með 10 tonn í 10 rórðum.
Erling KE er ennþá að veiða grálúðu í net fyrir norðan land og gekk bátnum feikilega vel núna í júlí því að aflinn hjá þeim á bátnum fór í 390 tonn í 9 róðrum og mest 55 tonn í róðri. Núna í ágúst þá er báturinn búinn að landa 76 tonn í 3 rórðum.
Það er er helst í gangi núna er náttúrulega makrílveiði handfærabátanna og er mikið fjör í þeim veiðum enda hafa veiðarnar gengið mjög vel hjá þeim bátum sem eru á þeim veiðum. Núna í ágúst þá er Fjóla GK aflahæst og er kominn með 104 tonn í 18 róðrum. Siggi Bessa SF 88 tonn í 17. Dögg SU 55 tonn í 10. Ingibjörg SH 44 tonn í 11. Bergur Vigfús GK 41 tonn í 8. Ragnar Alfreðs GK 37 tonn í 9. allir þessir bátar hafa landað bæði í Sandgerði og Keflavík. Þótt mest í Keflavík,
Fleiri báta má nefna . Addi Afi GK er með 67 tonní 13. Guðrún Petrína GK 54 tonní 11. Hlöddi VE 40 tonní 8. Skalli HU 36 tonní 8. Signý HU 16 tonní 3. Hringur GK 16 tonn í 7.
Sunna Rós SH 70 tonn í 19 enn þessi bátur er ekki nema um 8 tonn að stærð enn hefur róið mikið og 2 eða jafnvel 3 landað sama daginn. Skarpi GK 8 tonní 6.
Svo þótt að bolfiskurinn sé ekki mikill í höfnum á Suðurnesjunum núna um þessar mundir þá er samt sem áður mikið um að vera útaf makrílnum.
Birtist í Reykjanesi. Smelltu hér til að lesa.