fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Langadalsá: 10,5 mkr tekjur

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur Veiðifélags Langadalsár voru 10,5 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari formanns félagsins, Þorleifs Pálssonar,  við fyrirspurn blaðsins Vestfirðir.  Auk þess gefur stofn árinnar af sér 20- 25.000 gönguseiði árlega. Fjárfestingar félagsins eru ekki aðrar en þær sem snúa að lagfæringu veiðistaða og veiðivega við ána. Ekki er gert ráð fyrir fjárfestingum næstu árin meðal leigusamningur félagsins við Lax-á ehf er í gildi en hann rennur út 2018.

Mynd/Hilmar Pálsson

Þorleifur segir að “laxastofninn í Langadalsá sé upprunalegur og allt seiðaeldi og sleppingar eru frá klaklaxi sem tekinn hefur verið úr ánni að hausti eftir veiðitíma og fluttur að Laxeyri í Borgarfirði þar  sem seiðaeldið hefur átt sér stað undir ströngu eftirliti.  Seiðum er síðan sleppt í ána í upphafi sumars eftir tæp tvö ár í eldisstöðinni.“

Þorleifur Pálsson var beðinn um að lýsa afstöðu félagsins til fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Svör hans voru eftirfarandi:

Áhyggjur okkar af sjókvíaeldi snúast ekki eingöngu um skerðingu á einhverjum aurum til landeigenda, heldur er það borðleggjandi að sjókvíaeldi á norskættuðum laxi í Ísafjarðardjúpi mun valda erfðamengum á náttúrulega laxinum og útrýma honum og eiginleikum hans til ratvísi ofl.

Mótmæli okkar snúast ekki eingöngu um laxastofnana í Ísafjarðardjúpi, til kemur margt annað svo sem hætta á eyðingu rækjustofna og annara skeldýra, uppeldisstöðva seiða nytjastofna, fuglalífs svo sem æðarfugls og lunda svo eitthvað sé nefnt og trúlega eru selastofnar einnig í hættu.

Eins er víst að magneldi laxfiska í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi muni hafa veruleg neikvæð áhrif á ferðaþjónustu til lands og sjávar svo ekki sé talað um aukningu skemmtiferðaskipa er sótt hafa Ísafjarðarbæ heim ár hvert og eru nú komin yfir 100 skip á sumri.

Framtíðin er í lokuðum sjókvíum og eða landeldi og hafa aðrar þjóðir lokað á opnar sjókvíar og leyfa þær ekki lengur.  Af hverju þurfum við að hleypa erlendu fjármagni inn í okkar land, aðilum sem vilja flytja úreltan og bannaðan búnað hingað frá sínu heimalandi.

Berjumst fyrir bættum samgöngum, aukinni orku og fjarskiptasambandi nútímans.  Þá munum við geta myndað störf fyrir unga menntaða fólkið okkar sem vill koma heim og nýta sína menntun í heimabyggð.  Vel menntað fólk sest ekki að á landsbyggðinni til að slægja lax eða regnbogasilung.“

Á árunum 1968-1981 var sleppt í Langadalsá 23.500 gönguseiðum samkvæmt skýrslu Veiðimálastofnunar frá 1989. Aðspurður um það hvaðan þau seiði hafi verið segir Þorleifur  „svo lengi sem ég man og fór að kynnast Langadalsá upp úr 1970 þá hefur alltaf verið tekinn klaklax úr ánni sjálfri.  Fyrir þann tíma veit ég ekki um náið, en veit þó að á meðan Guðmundur heitinn Guðmundsson, Jóhann Gunnar heitinn sýslumaður, Ólafur heitinn Guðmundsson í Þór og fl. sáu um ána þá var tekinn lax úr Langadalsánni og hann kreistur og hrogn síðan höfð í klakhúsi sem var upp af innanverðum Seljalandsvegi á Ísafirði.

Birtist fyrst í Vestfjörðum. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi