fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Höfuðborgarbúar verða þeir fyrstu í heiminum til að fá mat sendan með dróna

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Netverslunin AHA mun gera íbúum höfuðborgarinnar kleift að fá mat og vörur sendar með dróna, eða flygildi. Verða íbúar höfuðborgarinnar þeir fyrstu í heiminum sem geta nýtt sér slíka þjónustu en fram til þessa hafa tilraunir með drónasendingar aðeins verið gerðar í dreifbýli á Englandi. Er slíkum sendingum ætlað að auka skilvirkni í heimsendingaþjónustu, draga úr orkunotkun sem og að stytta sendingartímann.

Mar­on Kristó­fers­son ann­ar stofn­andi og eig­andi AHA segir í samtali við mbl.is í dag að til að byrja með verði sent frá fyrirtækjum og veitingastöðum í nágrenni höfuðstöðva AHA í Skútuvogi og lent verði við Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem viðskiptavinir geti sótt vöruna eða matinn. Drónarnir verði aðeins tveir til að byrja með en gert sé ráð fyrir að fjölga þeim á næstunni.

Maron segir aðeins tímaspursmál hvenær sendingarnar verði svo heim að dyrum:

Spurn­ing­in er hvort að það verði eft­ir eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Eins og staðan er í dag myndi ég ekki vilja vera ábyrg­ur fyr­ir því fljúga yfir garða fólks og láta pakk­ann síga niður en þegar við erum búin að fara nokk­ur þúsund ferðir er hægt að skoða næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum