„Fyrirtæki á Íslandi þurfa náttúrulega að keppa við fyrirtæki í öðrum löndum, þau þurfa að vera samkeppnishæf varðandi laun og kostnað og annað. Við erum komin mjög hátt. Ef við ætlum að halda áfram á þessari braut að hækka okkar laun miklu hraðar og meira en aðrar þjóðir í kring þá gengur það ekki endalaust. Á einhverjum tímapunkta verða okkar fyrirtæki ekki samkeppnishæf og það er þegar byrjað.“
Þetta sagði Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. hann sagði það vera mjög jákvætt að laun hafi getað hækkað í landinu á síðustu þremur árum án þess að verðbólga hafi hækkað. Ásgeir segir það óheppilegt að hér á landi sé alltaf talað um samanburðarhópa sem þurfi að vinna upp á meðan verkalýðsfélög í öðrum löndum tali um kaupmátt og framleiðni. Hann segir það ekki heppilegt að launahækkanir opinberra starfsmanna setji tóninn fyrir kjaraviðræður annarra hópa:
Yfirleitt er það þannig í Skandinavíu að það eru ákveðnir hópar sem semja fyrst, þá iðurlega þeir sem vinna í útflutningsgeiranum, iðnaði eða álíka. Þeir gefa þá aðeins tóninn í samræmi við það sem efnahagslífið getur staðið undir, síðan gengur þetta yfir línuna,
sagði Ásgeir, hið svokallaða höfrungahlaup sem tíðkist í kjaraviðræðum á Íslandi geri það að verkum að hér hækki laun mörgun sinnum hraðar en í nágrannalöndunum. Ásgeir segir að það megi segja ða rými til launahækkanna hér á landi sé fullnýtt:
Á þessum mælikvarða sem yfirleitt er notaður á þetta, sem sagt raungengi launa, þá erum við komin mjög hátt. Og ekkert langt 2007 og ekkert langt frá þeim toppnum sem við höfum áður tekið.