fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Gengur ekki endalaust að hækka laun hraðar en í nágrannalöndunum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði. Mynd/Eyjan

„Fyrirtæki á Íslandi þurfa náttúrulega að keppa við fyrirtæki í öðrum löndum, þau þurfa að vera samkeppnishæf varðandi laun og kostnað og annað. Við erum komin mjög hátt. Ef við ætlum að halda áfram á þessari braut að hækka okkar laun miklu hraðar og meira en aðrar þjóðir í kring þá gengur það ekki endalaust. Á einhverjum tímapunkta verða okkar fyrirtæki ekki samkeppnishæf og það er þegar byrjað.“

Þetta sagði Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. hann sagði það vera mjög jákvætt að laun hafi getað hækkað í landinu á síðustu þremur árum án þess að verðbólga hafi hækkað. Ásgeir segir það óheppilegt að hér á landi sé alltaf talað um samanburðarhópa sem þurfi að vinna upp á meðan verkalýðsfélög í öðrum löndum tali um kaupmátt og framleiðni. Hann segir það ekki heppilegt að launahækkanir opinberra starfsmanna setji tóninn fyrir kjaraviðræður annarra hópa:

Yfirleitt er það þannig í Skandinavíu að það eru ákveðnir hópar sem semja fyrst, þá iðurlega þeir sem vinna í útflutningsgeiranum, iðnaði eða álíka. Þeir gefa þá aðeins tóninn í samræmi við það sem efnahagslífið getur staðið undir, síðan gengur þetta yfir línuna,

sagði Ásgeir, hið svokallaða höfrungahlaup sem tíðkist í kjaraviðræðum á Íslandi geri það að verkum að hér hækki laun mörgun sinnum hraðar en í nágrannalöndunum. Ásgeir segir að það megi segja ða rými til launahækkanna hér á landi sé fullnýtt:

Á þessum mælikvarða sem yfirleitt er notaður á þetta, sem sagt raungengi launa, þá erum við komin mjög hátt. Og ekkert langt 2007 og ekkert langt frá þeim toppnum sem við höfum áður tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum