fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Karen afþakkar starf á RÚV og fer til United Silicon

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. september 2017 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir sem starfaði lengi hjá Fréttastofu Stöðvar 2 hefur afþakkað starf á RÚV. Til stóð að hún myndi stýra Morgunútvarpinu á Rás 2. Karen hefur nú afþakkað starfið og ráðið sig til United Silicon. Áður hafði Karen starfað sem samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi frá 2013 til 2016.

United Silicon er eitt umdeildasta fyrirtæki landsins. Undanfarið hafa verið fluttar ótal fréttir um starfsemi fyrirtækisins, en íbúar hafa kvartað yfir mengun, eldur hefur komið upp í verksmiðjunni oftar en einu sinni og þá lokaði umhverfisstofnun verksmiðjunni á dögunum. Mikil óánægja hefur verið með starfsemina vegna mengunar frá verksmiðjunni sem hefur valdið íbúum í nærliggjandi byggðum óþægindum og íbúar kennt verksmiðjunni um veikindi sín.

Karen tjáir sig um ákvörðun sína á Facebook og segir líklegt að hún muni sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að hafna starfi á RÚV:

Ég er ákaflega þakklát RÚV fyrir að hafa viljað fá mig til starfa. Þar fer fram magnað og mikilvægt starf sem almenningur getur verið stoltur af. Mér þykir einnig afar leitt að hafa þurft að hafna góðu starfstilboði og mun eflaust oft sjá eftir þessari ákvörðun. Hins vegar virðist enginn hörgull á hæfileikafólki þarna upp í Efstaleiti.

Karen segir enn fremur:

Þótt mér þyki fá störf jafn mikilvæg í nokkru samfélagi og vel unnin verk innan fjölmiðla þá fannst mér sú reynsla sem verkefni innan United Silicon færa mér þess eðlis að ég ákvað að afþakka gott boð og þakka sýndan skilning á ákvörðun minni. Takk takk. Ég hlakka svo til áskoranna næstu mánaða, og kvíði þeim um leið, svo ég sé alveg hreinskilin, en það eru svo sem mínar kjöraðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS