fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Sauðfjárræktin

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 2. september 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Hafsteinsson skrifar:

Sauðfjárræktin í landinu glímir við verðfall og „offramleiðslu“ á sama tíma og ferðamenn til Íslands hafa aldrei verið fleiri. Hið meinta „kjötfjall“ sem á að vera til í landinu virðist þó ekki vera stærra en einhver 1.300 tonn. Það er einn loðnufarmur. Þetta er nú allt og sumt. Nú er talað um að skera þurfi niður fimmtu hverju kind til að draga úr þessari framleiðslu. Er það svo? Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar frá 2016 eru 469 stór og smá sauðfárbú á Vesturlandssvæðinu frá Mosfellsbæ að Reykhólasveit. Stofninn á þessu svæði telur all 82.000 fjár. Þessu yrði þá fækkað í um 65.000. Að sjálfsögðu yrði þetta mikil blóðtaka.

Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Vesturlands.

Sauðfjárræktin skiptir miklu máli fyrir þjóðina. Hún snýst öðrum þræði um það að halda landinu í byggð, að það séu ljós í húsunum meðfram þjóðvegum landsins. Þessi búskapur er samofinn menningu okkar og sjálfsvitund. Ef við ætlum að selja Ísland til gesta okkar í framtíðinni þá verðum við að hafa eitthvað að sýna þeim. Mannlíf og búseta í lifandi sveitum er hluti af því.

Verðfall til bænda er auðvitað graf alvarlegt mál og vekur spurningar. Hefur ekki eitthvað farið útskeiðis í því að selja gestum okkar afurðir af íslenska sauðfénu? Af hverju ætti það ekki að vera hægt? Afurðirnar eru góðar, unnar úr úrvals hráefni sem líkja má við villibráð. Allt þetta fólk sem sækir okkur heim þarf jú mat. Ætti ekki að vera auðvelt að markaðssetja íslenskt lambakjöt gagnvart þessum hópi? Það þurfa nú ekki margir að smakka og „kjötfallið“ hverfur.

Spyr sá sem ekki veit en ég veit þó eitt. Ég styð íslenskan landbúnað og sauðfjárrækt.

Leiðari Magnúsar birtist í Vesturlandi. Með því að smella hér má sjá og lesa Vesturland í heild:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?