Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík í vor. Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.
Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvar hann sér hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig…
Það sem Guðni gerir best
gleður allan múginn
en þar fór afbragsefni í prest
algjörlega í súginn.
Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.