fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Þess vegna er mynd af Lionel Messi í búningsklefa Manchester United

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. apríl 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Cristiano Ronaldo sé fyrrverandi leikmaður Manchester United og að margra mati einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar er það Lionel Messi sem er uppi á vegg í búningsklefa Manchester Unied á Carrington-æfingasvæðinu.

Á myndinni sést Lionel Messi í búningsklefa West Ham á Upton Park fyrir æfingaleik Argentínu og Króatíu árið 2014. Messi, sem er einn launahæsti íþróttamaður heims og óumdeilanlega einn sá besti í sögunni, sést pússa skóna sína á myndinni.

Ástæða þess að myndin hangin uppi á vegg á æfingasvæði United er sú að hún á að minna leikmenn á að jafnvel bestu leikmenn heims sjá sjálfir um skítverkin ef svo má segja. Þeir pússa skóna sína, ganga vel um og þó þeir séu með há laun og mikils metnir eru þeir auðmjúkir og lítillátir innst inni.

Þetta er meðal þess sem kom fram í áhugaverðri umfjöllun Times um það sem gerist á bak við tjöldin hjá Manchester United.

Í umfjölluninni kom einnig fram að Scott McTominay, miðjumaðurinn ungi sem hefur staðið sig vel í vetur, leggi ávallt bíl sínum fjarri lúxusbifreiðum leikmanna aðalliðsins. Leggur hann bílnum á sama stað og aðrir leikmenn í unglingaliðum Manchester United þó hann hafi fullt leyfi til þess að leggja honum nær æfingasvæðinu þar sem hann æfir og spilar með aðalliðinu.

Ástæðan fyrir þessu eru sú að McTominay, sem er alinn upp í herbúðum United, lítur svo á að hann sé einn af ungu leikmönnunum og á sama stalli og aðrir ungir leikmenn félagsins. Þeir geti fetað í hans fótspor og fengið tækifæri með aðalliðinu líkt og hann sjálfur gerði með svo góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
433Sport
Í gær

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Í gær

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina