fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Margrét Erla Maack: „Þegar fréttin um Sölku fór á flug hlógum við mamma“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack segir að um helming allra skipta sem hún komi fram feli í sér dónaskap eða kynferðislegt áreiti gesta. Í pistli sem hún birtir á Kjarnanum fjallar hún um ummæli Sölku Sólar sem vakið hafa mikla athygli þar sem hún ávarpaði ónefndan veislugest sem klipið hafði í rassinn á henni rétt áður en hún steig á svið. „Þegar fréttin um Sölku fór á flug hlógum við mamma,“ segir Margét.

„Hvernig ætli það verði dílað við þetta? Ætli hún fái samskonar símtal og þú, Margrét mín?“

Margrét rifjar upp atvik sem hún hefur skrifað um áður en hún varð fyrir áreitni þegar hún var að skemmta hjá sama fyrirtæki og Salka Sól. Fyrirtækið var ekki lengi að bregðast við þó viðbrögðin hafi verið önnur en Margrét bjóst við.

„Ekki leið á löngu þar til ég fékk sítal frá fyrirtækinu, þungbúin rödd tjáði mér að svona ætti manneskja sem ráðin væri ekki að hafa sér og ég var sko sammála því,“ segir hún.

„En það var ekki verið að tala um hann, ó nei, það var verið að tala um mig. Að ég ætti ekki að tjá mig um þetta, að ég ætti að taka þetta út af blogginu og að ég yrði sko aldrei ráðin aftur af fyrirtækinu.“

Margrét segir móður sína hafa starfað hjá fyrirtækinu á þessum tíma og hún hafi einnig fengið skammir fyrir ummæli dóttur sinnar. Maðurinn sem Margrét skrifaði um var að hennar sögn þekktur fyrir óviðeigandi hegðun í veislum en alltaf var honum boðið – og hann starfar enn hjá fyrirtækinu.

„Viðbjóðurinn sem hann slefaði í eyrað á mér, um mig, mömmu mína, flugfreyjubúninga og fleira situr enn þá í mér.“

Hún segir það eðlilegan hluta af bransanum að fást við fólk undir áhrifum áfengis. „Verst er þegar allir þekkja hegðunarmynstur erfiðu manneskjunnar, en bjóða henni samt, og enginn gerir neitt,“ segir hún.

„Ef þetta gerist ítrekað, og allir vita af áhættunni sem skapast þegar erfiðleikagrísirnir sletta úr klaufunum þá ættum við að hætta að bjóða þessu fólki. Þau geta bara halt sitt eigið partý. Pant ekki skemmta í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.