fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Mangó chutney kjúklingaborgari

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég gerði á dögunum þennan dásemdar kjúklingaborgara sem börnin elska og er stúfullur af „falinni“ hollustu. Hér er leynivopnið ljúf Mango Chutney sósa sem kemur með sætuna og gefur þeim suðrænt bragð, ásamt nokkrum dropum af tabasco sósu sem gera þá bragðmeiri en ekki þó svo að þeir verði sterkir, þau auðvitað sé alltaf hægt að bæta aðeins við.

Þessir kjúlingaborgarar voru að þessu sinni bornir fram með mangóbitum, agúrkum, rauðlauk og káli og toppaðir með gæða mayo. Þeir eru í miklu uppáhaldi á heimilinu og vonandi líkar ykkur einnig vel.

Mangó chutney kjúklingaborgari

1 stöngull sellerí
1 vorlaukur
2 rauð epli, afhýdd og kjarnahreinsuð
900 g kjúklingalundir eða læri, t.d. frá Rose Poultry
safi og börkur af 1 sítrónu (ekki hvíta með)
hálft búnt steinselja, söxuð
1 msk Mangó Chutney, t.d. Mango Chutney frá PATAK’S
1 tsk Tabsco sósa
1 msk salt
1 tsk svartur pipar
hamborgarabrauð
grænmeti eins og mangó, agúrka, salatblöð, rauðlaukur, paprik ofl.
gott mayo

  1. Byrjið á að hakka kjúklingabringurnar í hakkvél eða matvinnsluvél (þá á “pulse” stillingu). Þær eiga að vera vel hakkðar eins og nautahakk.
  2. Rífið eplin niður og saxið sellerí og vorlauk mjög smátt. Steikið í nokkrar mínútur á pönnu og kælið.
  3. Blandið því síðan saman við kjúklingahakkið ásamt sítrónusafa, fínrifnum sítrónuberki, mangó chutney, tabasco sósunni og salti og pipar.  Blandið vel saman og látið standa í klukkustund í kæli. Mótið buff úr hakkinu og steikið á pönnu við meðalhita.
  4. Berið fram með girnilegu meðlæti og mayo.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.