Hinar stórskemmtilegu Reykjavíkurdætur láta gamminn geisa í hressilegu forsíðuviðtali. Þær stíga brátt á svið í Borgarleikhúsinu og fá að leika þar lausum hala. Í opinskáu viðtali í Vikunni segja þær frá tildrögum hljómsveitarinnar árið 2013 en síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar. Hafandi ferðast um heiminn, þar á meðal komið fram á Hróarskeldu, hafa þær lent í ýmsum árekstrum, bæði tengt bólförum og eiturlyfjum.
Sigrún Stella er íslensk stúlka búsett í Kanada sem vakið hefur mikla athygli fyrir tónlist sína. Við skoðum garða og garðrækt, strandtískuna og fáum uppskriftir að bragðmiklum salötum. Umhugsunarverð Vika komin á sölustaði.