fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025

Barnastjörnur sem dóu ungar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 20. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem guðirnir elska deyja ungir segir á einum stað. Heimurinn hefur átt hæfileikaríkar barnastjörnur sem glöddu aðdáendur sína á hvíta tjaldinu. Sumar héldu á fullorðinsárum áfram á sigurbraut og má þar sem dæmi nefna Elísabeth Taylor og Nathalie Wood. Aðrar hættu leik og sneru sér að öðrum störfum og þar er meðal er frægasta barnastjarna hvíta tjaldsins fyrr og síðar, Shirley Temple sem gekk í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Svo eru barnastjörnurnar sem ekki komust á fullorðinsár heldur létust ungar.

Barnið í Poltergeist

Steven Spielberg uppgötvaði Heather O’Rourke þegar hún var fimm ára gömul og fékk henni hlutverk í hryllingsmyndinni Poltergeist þar sem yfirnáttúruleg öfl veittust að henni. Hún endurtók hlutverkið í framhaldsmyndum. Hún var einungis 12 ára gömul þegar hún dó af völdum hjartabilunar.

Erfiður unglingur í The Client

Brad Renfro var 11 ára gamall þegar hann lék í spennumyndinni The Client á móti Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. Myndin sló í gegn og frammistaða hins unga leikara var eftirminnileg. Renfro lék í rúmlega 20 kvikmyndum en varð snemma háður áfengi og eiturlyfjum. Hann var nokkrum sinnum handtekinn með ólögleg efni í sínum fórum og sat í fangelsi. Hann var 25 ára gamall þegar hann fannst látinn á heimili sínu. Dánarorsök var eiturlyfjaneysla.

Ung stórstjarna

River Phoenix hóf leikferil sinn tíu ára gamall og varð á skömmum tíma átrúnaðargoð unglinga víða um heim. Hann lék meðal annars í myndunum Stand By Me, Running on Empty og My Own Private Idaho. Á ferlinum vann hann til ýmissa viðurkenninga og verðlauna enda gríðarlega hæfileikamikill. Hann var 23 ára þegar hann hné niður á gangstétt fyrir utan næturklúbb og lést. Dánarorsök var hjartabilun vegna eiturlyfjanotkunar.

Dóttirin í The Patriot

Skye McCole Bartusiak hóf feril sinn snemma í myndinni The Cider House Rules og var átta ára gömul þegar hún lék dóttur Mel Gibson í myndinni The Patriot. Kvikmyndahlutverkin urðu mun fleiri. Hún lést árið 2014 á heimili sínu, 21 árs. Hún hafði þjáðst af flogaveiki og tekið lyf við veikindunum. Lyfjablanda sem hún tók reyndist banvæn.

Rödd Péturs Pan

Bobby Driscoll var ein þekktasta barnastjarna síns tíma og lék í mörgum vinsælum myndum fyrir Disney, þar á meðal Treasure Island. Hann ljáði Pétri Pan rödd sína í Disney-teiknimyndinni. Árið 1950 fékk hann sérstök Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í myndunum So Dear to My Heart og The Window. Hann varð háður eiturlyfjum og lést af þeim völdum árið1968, 31 árs gamall svo til eignalaus.

Drengurinn í Mary Poppins

Matthew Garber öðlaðist heimsfrægð sem Michael Banks í Mary Poppins. Hann þótti uppátækjasamur og fjörugur drengur og Karen Dotrice, sem lék systur hans í Mary Poppins, minntist hann með mikillil hlýju og sagði að það hefði ekki verið nándar nærri eins gaman að leika í myndinni án hans. Árið 1977 var Garber staddur á Indlandi þegar hann veiktist af brisbólgu og lést 21 árs.

-Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.