fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Konur þjást líka af klámfíkn: Missti vinnuna og hætti að borða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var hætt að borða og átti enga vini. Steininn tók úr þegar ég var rekinn úr vinnunni eftir að ég sofnaði við skrifborðið,“

segir hin 29 ára Jessie Maegan frá Devon á Englandi. Jessie þjáðist af klámfíkn. Sjálf segist hún hafa talið niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnu til að horfa á klámefni.

Klám í kaffipásunni

Jessie steig fram í viðtali við breska blaðið The Sun til að vara aðrar konur – og karla – við afleiðingum klámfíknar. Jessie, sem áður starfaði sem ritari, segir að hún hafi verið langt leiddur klámfíkill þegar henni tókst loks að snúa við blaðinu. Hún segist hafa átt það til að skoða klám í símanum sínum í kaffipásum í vinnunni og skoðaði það svo eftir vinnu, jafnvel langt fram á nótt.

Jessie dró hægt og rólega úr klámnotkun sinni. Í dag horfir hún aldrei á klám.

Klámnotkun og klámfíkn

Hversu algeng er klámfíkn?
  • Talið er að 72 milljónir internetnotenda horfi á klám í hverjum mánuði.
  • 30 prósent þeirra eru konur
  • Tíu prósent þeirra sem horfa á klám að staðaldri viðurkenna að vera haldnir fíkn, þriðjungur þeirra eru konur.
  • 70 prósent klámnotenda halda klámnotkun sinni leyndri.
  • 40 prósent klámnotenda vilja minnka klámnotkun sína eða hætta henni.

Heimild: helpaddictions.org

Vildu lífga upp á kynlífið

Jessie þróaði með sér þessa áráttu þegar kærasti hennar stakk upp á því þau myndu horfa á klám saman til að lífga upp á kynlífið. Þegar þau hættu saman hélt Jessie áfram að horfa á klám og ágerðist fíknin í kjölfarið. Í fyrstu segist Jessie hafa verið efins um að það væri rétt skref að horfa á klám til að lífga upp á kynlífið. Hún ákvað þó að slá til og í fyrstu horfðu þau aðeins saman á klám um helgar. Ekki leið á löngu þar til parið var farið að horfa á klámefni nánast öll kvöld vikunnar saman. Sem fyrr segir hættu þau saman og þá ágerðist klámfíkn Jessie sem fórnaði nætursvefninum fyrir klámáhorf.

800 þúsund krónur

Fyrst um sinn nýtti Jessie sér þjónustu vefsíðna sem bjóða upp á ókeypis klámefni en síðan færði hún sig yfir á síður sem rukka fyrir aðgang. Klámið sem hún horfði á varð sífellt grófara. Innan átta mánaða hafði hún keypt aðgang að klámsíðum fyrir 4000 pund, eða 800 þúsund krónur. Hún hafði varla efni á húsaleigu og hafði auk þess einangrað sig frá vinum og fjölskyldu. Hún segir að henni hafi verið „alveg sama“ vegna þess að klámið gerði hana hamingjusama.

Snéri við blaðinu

Jessie er langt því frá sú eina sem þjáist af klámfíkn. Klámáhorf eykur dópamínframleiðslu í heilanum, en dópamín er taugaboðefni sem veitir ánægju, til dæmis eftir át eða kynlíf. Dópamín kemur einnig við sögu í öðrum fíknum sem tengjast til dæmis áfengi, tóbaki og eiturlyfjum.

Þegar Jessie varð ljóst að hún þyrfti að snúa við blaðinu ákvað hún að leita sér hjálpar. Hún dró hægt og rólega úr klámnotkuninni og tveimur mánuðum síðar var átta tíma klámáhorf á dag komið niður í einn tíma á dag. Í dag horfir Jessie aldrei á klám en hún er komin í fasta í vinnu.

Einkenni klámfíknar

Í Bretlandi eru starfrækt samtök sem kallast HeLP Porn Addiction. Samtökin hafa tekið saman nokkur einkenni klámfíknar sem gott er að hafa í huga. Klámfíklar vilja oft hætta að horfa á klám en telja sig ekki geta það. Þeir eiga það til að skammast sín vegna notkunar sinnar og halda henni leyndri. Að sama skapi óttast þeir sífellt að upp komist um þá. Annað merki um klámfíkn er að efnið sem fíklar leita í verður sífellt grófara, alveg eins og eiturlyfjafíklar þurfa oft sífellt sterkari efni eða stærri skammta. Að sama skapi vekur það ótta hjá fíklum hvaða efni (klámefni) örvar þá. Samtökin segja að í stað þess að bæta kynlífið geti klámfíkn og óhóflegt klámáhorf skemmt fyrir góðu og heilbrigðu kynlífi.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Rakel ætlaði í sund en verkfæri vegna framkvæmda hindra aðgengi

Helga Rakel ætlaði í sund en verkfæri vegna framkvæmda hindra aðgengi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband af stjörnunni vekur mikla athygli: Svakalega kokhraustur fyrir helgi – ,,Ef þeir vilja stig“

Myndband af stjörnunni vekur mikla athygli: Svakalega kokhraustur fyrir helgi – ,,Ef þeir vilja stig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.