fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Loðinn köttur tekinn í misgripum fyrir hund

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snookie, þriggja ára gamall Persi, er einstaklega loðinn og er honum oft líkt við varúlf. Sjaldgæft heilkenni veldur því að veiðihár hans og hár hætta ekki að vaxa og halda margir að Snookie sé hundur, en ekki köttur.

Snookie var greind þriggja vikna gömul með meðfæddan galla sem ber latneska heitið hypertrichosis og veldur því að hún er mjög loðin og með þykkar klær. Gallinn sem kallaður hefur verið „varúlfa heilkenni“ hefur aðeins greinst í örfáum köttum á heimsvísu og það er gnægð hormóna sem veldur gallanum.

Eigandi Snookie, Julie Duguay, segir að margir haldi hana hund sökum þess að útlitslega líkist hún Shih Tzu hundakyninu. „Ég þarf stöðugt að snyrta hana og klippa á henni hárið, annars fer það í munn hennar og augu og hún sér ekki hvert hún er að fara.“

Duguay starfar sem hundasnyrtir og á tvo aðra ketti, þar á meðal einn sem er alveg hárlaus. Hún elskar feld Snookie þar sem hún getur endalaust snyrt hann, klippt og litað. Síðustu jól litaði hún jólatré á bak hennar og hún hefur klippt skottið á henni þannig að það líkist dúskum. „Ég klippi hana á ýmsan máta og henni er alveg sama, hún nýtur þess algjörlega. Þegar ég pósta myndum af henni spyr fólk ýmist hvort að hún sé alvöru eða hvort að hún sé hundur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.