fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025

Frú Ragnheiður fær ríflega 100 flíkur að gjöf

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Guðmundsson forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík og Guðrún María Gísladóttir vörustjóri vinnufata hjá N1.

Desember er tími samhyggju og aðstoðar og í kuldanum veitir ekki af hlýjum fatnaði.

Með þetta í huga ákvað starfsfólk N1 að afhenda Rauða krossinum fatagjöf. Guðrún María Gísladóttir, vörustjóri vinnufata hjá N1, afhenti Þóri Guðmundssyni, forstöðumanni Rauða krossins í Reykjavík, fatagjöf sem innifól hlýjan undirfatnað, rúmlega hundrað flíkur sem ætlaðar eru fyrir þá sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar.

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun, er verkefni á vegum Rauða krossins í Reykjavík sem hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku.

Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar, en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.

Frú Ragnheiður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 17 klukkutímum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
433Sport
Í gær

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
Pressan
Í gær

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
Fókus
Í gær

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.