fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025

Stjörnumerki: Hverjir eru eiginleikar þeirra?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverjir eru eiginleikar stjörnumerkjanna?

Kannast þú við þig, maka, vini eða ættingja í þessari lýsingu á eiginleikum stjörnumerkjanna?

Fiskarnir eru blíðir, fjölhæfir, fórnfúsir, hæfileikaríkir, klárir, listrænir, ljúfir, með sterkt ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegir, skapandi, skilningsríkir, tilfinningaríkir, umburðarlyndir, viðkvæmir, vingjarnlegir, viðsýnir og þægilegir.

Hrúturinn er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur.

Nautið er áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt,heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt.

Tvíburinn er bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur og stríðinn.

Krabbinn er góður, heimakær, hjálpsamur, hlédrægur, náttúrubarn, samúðarfullur, samviskusamur, skapandi, tilfinningaríkur, traustur, útsjónarsamur, varkár, verndandi og viðkvæmur.

Ljónið er athafnasamt, einlægt, fyrirferðamikið, heiðarlegt, kraftmikið, lifandi, listrænt, opið, ráðríkt, sjálfstætt, skapandi, stjórnsamt, trygglynt og þrjóskt.

Meyjan er aðgætin, alvörugefin, dugleg, eftirtektarsöm, með fullkomnunarþörf, íhaldssöm, nákvæm, samviskusöm, skipulögð, skynsöm, vandvirk og vel gefin.

Vogin er ákveðin, brosmild, félagslynd, glaðleg, listræn, ljúf, opin, réttlát, skemmtileg, vingjarnleg og vinamörg.

Sporðdrekinn er blíður, elskulegur, forvitinn, hugmyndaríkur, kraftmikill, næmur, ráðríkur, skapstór, tilfinningaríkur, viljasterkur og þrjóskur.

Bogmaðurinn er einbeittur, félagslyndur, fjörkálfur, forvitinn, frjálslegur, fróðleiksfús, íþróttaálfur, líflegur, orkubolti og ævintýragjarn.

Steingeitin er alvarleg, athugul, dugleg, eftirtektarsöm, er með fullkomnunarþörf, fullorðinsleg, hjálpsöm, metnaðargjörn, raunsæ og vandvirk.

Vatnsberinn er dulur, félagslyndur, forvitinn, fróðleiksfús, frumlegur, hugsuður, pælari, rólegur, sjálfstæður, skynsamur, snillingur, vingjarnlegur og þrjóskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 19 klukkutímum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
433Sport
Í gær

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
Pressan
Í gær

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
Fókus
Í gær

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.