fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Kolbeinn að snúa aftur á völlinn – Ég vildi oft gleyma fótbolta

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það berast frábær tíðindi af Kolbeini Sigþórssyni framherja Nantes en hann er að ná fullum bata.

Framherjinn er byrjaður að æfa af fullum krafti með Nantes og gæti spilað í þessum mánuði.

Kolbeinn lék síðast knattspyrnu í ágúst árið 2016, skömmu eftir Evrópumótið í Frakklandi.

Nú á hann sér draum um að ná fullri heilsu og koma sér inn í HM hóp Íslands þar sem hann var lykilmaður áður en meiðslin komu upp.

,,Mér líður mjög vel, ég er mjög ánægður að vera aftur með liðinu,“ sagði Kolbeinn við heimasíðu félagisns í ítarlegu viðtali.

,,Það gengur vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár, mér líður vel núna og þetta lítur vel út. Þetta gengur vel, ég get ekki beðið eftir því að byrja leik.“

Að vera frá vinnu í eitt og hálft ár er erfitt fyrir hverja einustu manneskju og Kolbeinn hefur fundið fyrir því.

,,Þetta var erfitt andlega, ég var ekki viss með framtíð mína. Ég vissi ekki hvort hnéð myndi virka eðlilega aftur. Það var erfiðast, ég einbeitti mér að því að trúa og vilja koma aftur. Í dag er ég jákvæður, ég vonast til að spila sem fyrst og gleyma því sem ég gekk í gegnum. Það er í fortíðinni.“

Nú hefur Kolbeinn hafið æfingar með liðinu og því styttist í að hann verði leikfær.

,,Ég æfi með hópnum eins og hver annar leikmaður, ég hef verið í tvær vikur með þeim. Það gengur vel, ég finn ekkert til. Áður var hver einasta æfing mjög erfið, síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið miklu betra og ég hef ekki verið í neinu veseni með hnéð. Ég var í góðu prógrami áður en ég kom aftur, ég er klár í síðasta skrefið til að komast á völlinn sem fyrst.“

,,Ég er hungraður að spila og berjast fyrir liðið, við erum í fimmta sæti og þetta gengur vel. Ég er klár í að berjast fyrir liðið og mínu sæti. Ég er bara klár í að spila aftur.“

Kolbeinn segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með fótbolta á þessum erfiðu tímum.

,,Ég hef fylgst með flestum leikjum en ekki öllum, ég einbeitti mér að mínum bata og að koma aftur. Ég vildi oft gleyma fótbolta, það er erfitt að horfa á leiki og geta ekki spilað þá. Ég varð að einbeita mér að mínum bata, ég fylgdist með flestum leikjum fyrir jól og það gekk vel. Við viljum komast eins hátt og hægt er, við getum stefnt á að komast í efstu fjögur sætin og ég vil hjálpa liðinu að komast þangað.“

Kolbeinn er klár þegar Claudio Ranieri vill nota hann hjá Nantes og hann stefnir á HM í Rússlandi.

,,Ég er klár þegar þjálfarinn kallar á mig, ef hann kallar í mig fyrir helgina þá er ég klár. Ég vonast til í þessum mánuði, ég er klár í að fara aftur á völlinn. Ég er ekki klár í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Ég er góður líkamlega, ég hef sett stefnuna á að spila í febrúar í lengri tíma.“

,,Af hverju ekki? Ef allt gengur vel, ég vil vera hluti af HM hópnum. Það er langur vegur fyrir mig, ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég hlutina fara vel. Við erum með marga góða framherja, ég er vongóður og vona að svo verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota