fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433

Suarez útskýrir af hverju hann elskaði að spila með Gerrard

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, framherji Barcelona var í skemmtilegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi m.a feril sinn hjá Liverpool.

Hann spilaði með Liverpool á árunum 2011 til 2014 og var meðal annars valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir tímabilið 2013-14.

Hjá Liverpool spilaði hann með Steven Gerrard, fyrirliða liðsins og náðu hann og Suarez afar vel saman og viðurkennir Suarez að hann sakni stundum liðsfélaga síns.

„Það sem að gerði Gerrard að svona einstökum leikmanni var hversu góður hann var að senda langar sendingar,“ sagði Suarez.

„Hann gaf sendingar sem voru einstaklega þægilegar fyrir framherja. Leikskilningur hans og hvernig hann las leikinn var magnað.“

„Það var alltaf hægt að fara í þríhyrningsspil við hann, við skildum hvorn annan á vellinum og hann vissi alltaf hvernig ég ætlaði að hreyfa mig.“

„Ég var mjög heppinn að fá að spila með jafn góðum leikmanni og honum, við áttum margar frábærar stundir saman á knattspyrnuvellinum,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan