fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433

Van Gaal hraunar yfir leikmenn United: Þeir nenntu ekki að lesa póstana frá mér

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 18. mars 2018 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United lét leikmenn liðsins heyra það á dögunum.

Hollendingurinn var látinn taka pokann sinn hjá félaginu sumarið 2016 og var Jose Mourinho ráðinn í hans stað.

Leikmenn liðsins hafa verið talsvert gagnrýndir fyrir spilamennsku sína á þessari leiktíð og hefur Mourinho meðal annars sagt að margir leikmenn liðsins líti of stórt á sig og nenni ekki að sinna vinnu sinni.

Van Gaal virðist vera sammála Portúgalanaum og segir að hann hafi verið í basli með marga leikmenn liðsins þegar að hann var stjóri United.

„Ég bjó til innri vef fyrir leikmenn liðsins þar sem að leikmenn gátu fengið aðgang að öllum gögnum sem í boði voru fyrir leiki,“ sagði Van Gaal.

„Þannig fengu allir leikmenn liðsins tækifæri til þess að undirbúa sig sem allra best, líka fyrir fundi með mér og starfsliðinu.“

„Margir af leikmönnunum nenntu ekki einu sinni að lesa póstana frá mér. Þeir höguðu sér oft eins og viðvaningar og sýndu engan metnað.“

„Ég prófaði þetta hjá Bayern Munich og þar virkaði þetta mjög vel,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðtal við Bruno Fernandes vekur athygli – „Þekkir þú reglurnar?“

Viðtal við Bruno Fernandes vekur athygli – „Þekkir þú reglurnar?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United
433Sport
Í gær

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina
433Sport
Í gær

Sjáðu magnað mark Antony gegn Alberti og félögum

Sjáðu magnað mark Antony gegn Alberti og félögum