fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433

Jóhann Berg: Beðið lengi eftir þessu marki

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. janúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Liverpool heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var fremur bragðdaufur en Liverpool var án Mohamed Salah og Philippe Coutinho vegna meiðsla. Sadio Mane kom Liverpool og allt stefndi í sigur Liverpool þegar Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði á 88 mínútu leiksins.

Jóhann mætti á fjærstöng og skallaði knöttinn í netið, frábærlega gert hjá pilti og hans fyrsta mark í deildinni í ár. Liverpool svaraði hins vegar fyrir sig undir lok leiksins þar sem Ragnar Klavan skoraði sigurmarkið.

,,Ég hef lengi beðið eftir þessu marki, ég hef verið að leggja upp en maður vill alltaf skora,“ sagði Jóhann.

,,Það er erfitt að taka þessu, það er ekki mikils virði að skora þegar það skilar ekki stigum. Þetta er svekkjandi. Við lögðum mikið á okkur til að komast aftur inn í leikinn. gegn góðu Liverpool liði. Þeir eru með marga frábæra leikmenn en við sýndum að við getum barist við þá.“

,,Við búum til vandræði fyrir öll stóru liðin, við verðum að halda því áfram en það er erfitt að fá ekki stig í dag.“

,,Við höfum spilað vel í öllum leikjum fyrir utan leikinn gegn Tottenham. Gegn United 2-0 yfir þá eigum við að klára leikinn, við eigum að vinna Huddersfield. Við vorum frábærir þar og spiluðum vel, við áttum að fá víti og að skora.“

,,Í dag áttum við að fá stig, svona er fótbolti. Við verðum að halda áfram, tímabilið hefur verið gott og það er meira á leiðinni. Við höfum ekki unnið lengi og viljum fá sigur. Við getum ekki kvartað undan tímabilinu hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada
433
Fyrir 18 klukkutímum

Jafnt í Mosfellsbæ

Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Opna samtalið um Grealish

Opna samtalið um Grealish
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Í gær

Útskýrir fjarveru Van Dijk

Útskýrir fjarveru Van Dijk