fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Bestu kaupin í boltanum

Pepsi-deildin hefst í dag – Þessir leikmenn eiga eftir að gera gott mót

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. maí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hápressa Hjörvars Hafliðasonar

Gunnar Nielsen

Staða: Markvörður
Frá: Stjarnan
Til: FH

Færeyski landsliðsmaðurinn var besti leikmaður Stjörnunnar á síðustu leiktíð og Íslandsmeistararnir höfðu hraðar hendur og náðu kappanum til sín. Frábær „shot stopper“ (að verja skot), talar mikið og hefur reynslu af toppfótbolta. Maðurinn sem hjálpar FH að ná skrefi lengra í Evrópu.


Ævar Ingi Jóhannesson

Staða: Sóknarmaður
Frá: KA
Til: Stjarnan

Fljótur og hraustur leikmaður sem getur leikið margar stöður. Aðeins 21 árs og hefur verið einn besti maður KA undanfarnar tvær leiktíðir. Ólíkt mörgum leikmönnum í deildinni þá getur Ævar Ingi gefið boltann sómasamlega fyrir markið. Hefur átt fast sæti í ungmennalandsliði Íslands.


Þorsteinn Már Ragnarsson

Staða: Sóknarmaður
Frá: KR
Til: Víkingur Ó.

Vinnusamur framherji sem ákvað að halda heim eftir nokkur ár hjá stórliði KR. Fljótur sóknarmaður sem verður að skora mörk í sumar ætli lærisveinar Ejub Puresevic að halda sér uppi í deild þeirra bestu.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðjón Pétur Lýðsson

Staða: Miðjumaður
Frá: Breiðablik
Til: Valur

Guðjón Pétur er mættur aftur til Vals. Frábær spyrnumaður sem skilar alltaf mörkum og stoðsendingum. Tekur líklega aukaspyrnurnar fyrir utan teig í Pepsi-deildinni.


Morten Beck Andersen

Staða: Varnarmaður
Frá: SönderjyskE (Danmörk)
Til: KR

Stórskemmtilegur, danskur hægri bakvörður, aðeins 22 ára. Leikinn leikmaður með gott auga fyrir spili. Getur tekið leikmenn á og er einstaklega góður í að klobba (setja boltann milli fóta) leikmenn. Leikmaður sem KR þurfti svo sannarlega á að halda.


Daniel Ivanovski

Staða: Varnarmaður
Frá: Mjällby (Svíþjóð)
Til: Fjölnir

Makedóninn öflugi er mættur aftur í Grafarvoginn eftir stutt stopp í fyrra. Þá sáum við hversu öflugur hann var í hjarta varnarinnar. Glerharður varnarmaður sem gefur aldrei tommu eftir. Góður fótboltamaður en stundum full kærulaus. Mun hann endast úr leiktíðina í Grafarvoginum í þetta skiptið?


Gary Martin

Staða: Sóknarmaður
Frá: KR
Til: Víkingur R.

Gullskór, silfurskór, maður stóru leikjanna. Gary Martin er sóknarmaður sem hefur svo sannarlega sannað sig í íslenskum fótbolta. Ef Gary spilar þá skorar hann. Sala hans til Víkings voru ein óvæntustu félagaskiptin í íslenska boltanum í vetur.


Emil Atlason

Staða: Sóknarmaður
Frá: KR
Til: Þróttur

Ferill Emils hefur staðnað nokkuð undanfarin tímabil en kappinn er ennþá aðeins 22 ára. Frábær skallamaður sem mun skila nýliðunum mörkum fái hann nóg af fyrirgjöfum. Loksins fær hann að vera „nía“ hjá félagsliði.


Martin Hummervold

Staða: Sóknarmaður
Frá: Viking (Noregi)
Til: ÍA

Norðmaðurinn var einn af þeim fáu í Keflavík sem spiluðu vel sl. sumar. Röskur sóknarmaður með gott auga fyrir marki. Spilar alltaf með risabros á andlitinu og verður Skagamönnum mikilvægur, sér í lagi ef Garðar Gunnlaugsson meiðist.


Pablo Punyed

Staða: Miðjumaður
Frá: Stjarnan
Til: ÍBV

Salvadorinn öflugi er mættur til Eyja til að stjórna miðjuspilinu. Verður gaman að fylgjast með honum en honum er ætlað stórt hlutverk. Tæknilega mjög góður leikmaður með eitraðan vinstri fót.


Indriði Sigurðsson

Staða: Varnarmaður
Frá: Viking (Noregi)
Til: KR

Leiðtoginn sem KR saknaði svo. Á vissan hátt spilandi þjálfari inni á vellinum. Indriði, sem hóf feril sinn sem vinsri bakvörður, leikur nú í stöðu miðvarðar. Hann og Skúli Jón Friðgeirsson mynda besta miðvarðaparið í deildinni.


Finnur Orri Margeirsson

Staða: Varnarmaður/Miðjumaður
Frá: Lilleström (Noregi)
Til: KR

Mjög fjölhæfur leikmaður sem er jafn góður í vörn og á miðjunni. Í KR er honum ætlað að leika á miðjunni. Finnur er mikill atvinnumaður og kom nokkuð á óvart að hann skyldi snúa aftur til Ísland eftir ágætt ár í Noregi.


Björgvin Stefánsson

Staða: Sóknarmaður
Frá: Haukar
Til: Valur

Markakóngur 1. deildar í fyrra með Haukum með 20 mörk. Spennandi kaup hjá Valsmönnum. Björgvin er fljótur leikmaður sem lifir fyrir að skora mörk. Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, hafði ekki trú á Björvini þegar hann var með hann hjá Haukum 2013 en greinilega hefur mikið breyst síðan þá.


Daniel Bamberg

Staða: Miðjumaður
Frá: Haugesund (Noregi)
Til: Breiðablik

Brasilíumaðurinn er nýorðinn 32 ára. Mikill stoðsendingakóngur. Góður fótboltamaður með einhvern besta hægri fóti í deildinni. Ætli Blikar sér langt í sumar verður Suður-Ameríkumaðurinn að færa þeim sambatakta.


Jose Sító

Staða: Framherji
Frá: ÍBV
Til: Fylkir

Spánverjinn er helsta ástæðan fyrir því að Eyjamenn verða í deild þeirra bestu á þessari leiktíð. Hann kom til Eyja um mitt sumar í fyrra og bjargaði þeim frá falli. Klókur sóknarmaður sem mun skila mörkum í Árbænum. Hermann Hreiðarsson þjálfari gerði vel í að sækja kappann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið – Albert skoraði sitt fjórtánda deildarmark í góðum sigri

Sjáðu markið – Albert skoraði sitt fjórtánda deildarmark í góðum sigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik

Aron Jó lítillega meiddur og vonast til að ná næsta leik
433Sport
Í gær

Liverpool planar næsta tímabil með Mo Salah í sínum röðum

Liverpool planar næsta tímabil með Mo Salah í sínum röðum
433Sport
Í gær

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea